Bræðurnir Egill og Heiðar í 11. Ljósopinu
22. nóvember, 2019

Þegar Stefán Jónasson, í 100 ára afmælisnefnd Vestmannaeyjabæjar kom með þá uppástungu að fá ljósmyndara í bænum til að sýna myndir sínar á tjaldi í Einarsstofu óraði engan fyrir umfanginu. Reiknað var með kannski þremur eða fjórum laugardögum og kannski tíu ljósmyndurum.

Reyndin varð önnur og erum við að sigla í elleftu sýninguna á morgun klukkan 13.00 og eru að minnsta kosti tvær eftir. Ljósmyndararnir eru yfir 40 og myndirnar  sennilega á bilinu 3000 til 4000. Þetta hefur verið einstaklega ánægjulegt verkefni og aðsókn farið fram úr vonum. Eru gestir að nálgast þúsundið og fara örugglega í á annað þúsundið þegar upp verður staðið.

Þeir bræður, Egill og Heiðar mæta með myndir sínar á laugardaginn og þar er farið um víðan völl, enda mennirnir sigldir og hafa tekið myndir frá unga aldri. Þetta er ellefta sýningin í sýningarröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt. Verður eins og áður í  Einarsstofu og á gamla tímanum, kl. 13 á morgun, laugardag.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.