ÍBV íþróttafélag í 20 ár :: Fyrsti hluti
5. janúar, 2017
Í 20 ára sögu ÍBV íþróttafélags er margs að minnast. Í annál félagsins má sjá að félagið er í sjálfu sér stórveldi á íþróttasviðinu, ekki síst í ljósi þess að íbúar Vestmannaeyja eru aðeins 4300 talsins. Í meistaraflokkunum hefur félagið landað 33 titlum, Íslands-, bikar-, Lengju-, Fótbolta.net-, Futsal- og meistarar meistaranna. �?ar af 7 Íslandsmeistaratitlum í efstu deildum handbolta og fótbolta.
Í yngri flokkunum hefur félagið eignast 24 Íslandsmeistaratitla í hinum ýmsu keppnum í handbolta og fótbolta og 6 bikarmeistaratitla auk annarra titla í hinum ýmsu mótum. Samtals hefur ÍBV íþróttafélag hlotið 87 meistaratitla af ýmsum toga.
�?á hefur félagið eignast landsliðsfólk í öllum landsliðum Íslands í handbolta og fótbolta, frá yngstu flokkunum og uppúr, – fleiri en tölu verður á komið og verið Vestmannaeyjum og félagi sínum til mikils sóma.
Fimm sinnum hefur karlalið ÍBV íþróttafélags tekið þátt í Evrópukeppnum í knattspyrnu og tvö skipti komist áfram í 2. umferð.
Karlalið ÍBV í handbolta hefur fjórum sinnum tekið þátt í Evópukeppnum og konurnar einnig fjórum sinnum. Árið 2004 komst kvennaliðið alla leið í undanúrslit.
En titlar eru ekki allt, félagið hefur rekið gríðarlega umfangsmikið barna- og unglingastarf í handbolta og fótbolta, þar sem allir eru velkomnir. Tvö af stærstu knattspyrnumótum hvers árs á Íslandi eru haldin í Vestmannaeyjum á vegum félagsins, Orkumótið fyrir drengi og TM mótið fyrir stúlkur. �?á er á hverju hausti haldið í Eyjum eitt stærsta handboltamót yngri flokkanna, Eyjablikksmótið.
Um hver áramót er gamla árið kvatt með brennu og flugeldasýningu í Hásteinsgryfjunni og glæsilegasta þrettándahátíð landsins er í Eyjum á vegum ÍBV. Ekki má svo gleyma stærstu útihátíð landsins, �?jóðhátíðinni, sem á engan sinn líka. ÍBV íþróttafélag er því gríðarlega stór hluti af mannlífinu í Eyjum og dregur mörg þúsund manns til Eyja á hina ýmsu viðburði og bætir efnahag Vestmannaeyja um stórar fjárhæðir.
Sennilega er ÍBV það �??vörumerki�?? í Eyjum, sem flestir landsmenn þekkja.
Aðdragandinn
Stofnun ÍBV íþróttafélags hafði nokkurra ára aðdraganda. Eftir talsverðar byggingaframkvæmdir íþróttafélaganna, �?órs og Týs á árunum eftir 1986, var fjárhagsstaða félaganna orðinn nokkuð þung. Árið 1991 tók Knattspyrnufélagið Týr í notkun nýbyggðan íþróttasal við félagsheimili sitt. Sú framkvæmd reyndist félaginu ofviða og var félagið komið í greiðsluþrot á árinu 1996. Sú staða varð til þess að mikill þungi fór í sameiningaviðræður �?órs og Týs, sem að lokum leiddi til sameiningar þeirra. Nokkur ár þar á undan höfðu þau kastað á milli sín hugmyndum um skiptingu handbolta og knattspyrnu milli félaganna; og/eða að stofna tvö félög, handbolta- og knattspyrnufélag og einnig var rætt um sameiningu �?órs og Týs. Sýndist þar sitt hverjum.
Tillögur um framtíðarstarf félaganna
Haustið 1993 varð að samkomulagi milli stjórna félaganna �?órs og Týs og stjórnar Íþróttabandalagsins að fara þess á leit við Stefán Konráðsson, aðstoðarframkvæmdastjóra ÍSÍ, að hann gerði úttekt á starfi félaganna �?órs og Týs vegna mikillar umræðu sem verið hafði í Vestmannaeyjum um skipulagsmál íþróttahreyfingarinnar.
Á fundi Stefáns með forvígismönnum íþróttahreyfingarinnar í Eyjum, þann 8. nóvember 1993, kom fram að aðaláherslan yrði lögð á að hann mæti hvort til greina kæmi að sameina eða samtengja starfsemi �?órs og Týs, og ÍBV í flokkaíþróttum þannig að aukinn árangur yrði samhliða hagræðingu í starfi.
Í desember skilaði Stefán síðan af sér úttektinni þar sem nokkrum möguleikum var velt upp, m.a. að félögin sæju áfram um yngri flokkana, þau skiptu á milli sín íþróttagreinum, eða eins og lagt var til í róttækustu tillögunni að félögin yrðu lögð niður í núverandi mynd og stofnuð sérgreinafélög innan Íþróttabandalagsins. Stefán lagði til að reynt yrði til þrautar að halda sig við hinar leiðirnar á tveimur næstu árum, og lagði fram hugmyndir að uppbyggingu. Ef starfsemin léttist ekki og árangur batnaði ekki á þessu tímabili, teldi hann eðlilegt að fara leið B, sem hann nefndi svo, að leggja félögin niður.
78% vildu sameina undir merki ÍBV
Í nóvember 1993, áður en tillögur Stefáns Konráðssonar höfðu verið birtar, efndi blaðið Fréttir til skoðanakönnunar í Vestmannaeyjum um viðhorf bæjarbúa til íþróttahreyfingarinnar, en spurt var hvort fólk vildi breytingar á skipulagi hennar. Af 250 aðilum, sem spurðir voru, svaraði 171 og svörin voru nokkuð afdráttarlaus. 78% vildu sameina íþróttahreyfinguna undir nafni ÍBV, 12% vildu halda óbreyttu fyrirkomulagi og 10% vildu að annað félagið tæki að sér handboltann og hitt fótboltann.
Sameining í sjálfu sér einföld
Viðræður stjórna Týs og �?órs strönduðu þegar á leið árið 1994. �?ar mun mestu hafa um ráðið að stjórn Týs hafði þau skilaboð frá félagsmönnum að Týr yrði að fá fótboltann, yrði greinunum skipt milli félaganna, ekki kæmi til greina að draga um íþróttagreinarnar eins og rætt hafði verið um. �?etta tóku forsvarsmenn �?órs ekki í mál og því var viðræðum hætt.
Einn af forkólfum íþróttahreyfingarinnar í Eyjum og stjórnarmaður í Íþróttabandalaginu, Stefán Jónsson, tjáði sig um málið í heilsíðugrein Fréttum 1. desember 1994, þegar ljóst var orðið að frekari sameiningaviðræður voru út úr myndinni. Hann mælir með því að bæði félögin verði lögð niður eða sameinuð í einu félagi. �??ÍBV er andlit okkar út á við og að því þurfum við að hyggja og sameina krafta okkar innanbæjar. �?á sameinuðust kraftar þeirra fjölmörgu sem vinna að framgangi íþrótta í einn farveg sem skilaði sér í öflugum íþróttabæ og við ættum möguleika á að tefla fram íþróttafólki í fremstu röð.�??
Síðar í sömu grein segir svo: �??Sameining er í sjálfu sér einföld. Félögin �?ór og Týr yrðu lögð niður og eignir þeirra rynnu til ÍBV. Um er að ræða tvö félagsheimili, tvo grasvelli og fleira. Bæjarsjóður yfirtæki skuldir félaganna en á móti yrði íþróttahreyfingin að sætta sig við að rammasamningi yrði seinkað um tvö ár.�??
Bæjarstjórnin vildi leggja �?ór og Týr niður
Bæjarstjórn Vestmannaeyja óskaði í nóvember árið 1995 eftir viðræðum við íþróttafélögin tvö um væntanlega lausn á fjárhagsvanda íþróttahreyfingarinnar. �?au skilyrði sem bærinn setti félögunum, voru nokkuð afdráttarlaus, ef af þeim stuðningi yrði, skyldu bæði félögin lögð niður. �?essi tillaga var felld á félagsfundi hjá �?ór.
�??Eftir félagsfund hjá okkur sáum við að ekki var hægt að uppfylla það skilyrði og greindum við fulltrúum bæjarins frá því,�?? sagði Stefán Agnarsson, formaður �?órs í Fréttum 16. nóvember 1995. �??Við erum opnir fyrir öllu nema að leggja félagið niður. Við sjáum ekki að af því verði sparnaður og svo erum við hræddir við að missa fólk sem borið hefur hitann og þungann af starfinu hjá okkur. �?að er hætt við að grasrótin noti tækifærið og hætti, verði félagið lagt niður,�?? sagði Stefán ennfremur.
En í herbúðum Týs kvað við annan tón. Helgi Sigurlásson, formaður Týs, sagði ljóst að �?órarar hefðu slúttað þessum viðræðum, hefðu ekki einu sinni viljað sjá hvað væri í pakkanum sem bærinn bauð. Hann bætti einnig við að ljóst væri að dæmið gengi ekki upp hjá félögunum báðum.
�??�?að er út úr kortinu að sýna reikninga frá síðasta aðalfundi og segjast skulda 1,8 milljónir eins og �?órarar gera. En skuldastaða félaganna er aukaatriði, það þarf að efla íþróttirnar í bænum og það verður ekki gert með öðrum hætti en að bærinn komi til liðs við okkur eins og hann hefur boðist til. Hefðu menn verið tilbúnir til að skoða alla möguleika, eins og t.d. þá að leggja félögin niður, hefðum við fengið að sjá hvað það í raun og veru var sem bærinn bauð upp á. En það vildu �?órararnir ekki einu sinni líta á,�?? sagði Helgi.
Guðmundur �?.B. �?lafsson, sem ásamt Guðjóni Hjörleifssyni bæjarstjóra, tók þátt í þessum viðræðum af bæjarins hálfu, sagðist líta svo á að þeim væri lokið. Vegna afstöðu �?órs væri þetta endapunktur þess sem þeim hefði verið ætlað að gera.
Bæjarstjórn gerir félögunum tilboð
Í byrjun júlí árið 1996 gerði Vestmannaeyjabær, félagi sem stofnað yrði á grunni �?órs og Týs, kauptilboð í félagsheimili félaganna �?órs og Týs, ásamt og íþróttavöllum, að upphæð krónur 52 milljónir. Í tillögu bæjarstjórnar segir að þetta sé gert til að greiða fyrir og auðvelda sameiningu félaganna og megi skoðast sem aðkoma bæjarsjóðs að fjármálum hins nýja félags. Og tilgangurinn sé að stuðla að öflugri uppbyggingu á íþrótta- og æskulýðsstarfsemi. Í tilboðinu segir að rammasamningur sem í gildi sé, um uppbyggingu íþróttamannvirkja milli bæjarstjórnar og Íþróttabandalagsins falli úr gildi og sé það skilyrði fyrir tilboði bæjarins. Kauptilboðið er tvíþætt, annars vegar býðst bærinn til að kaupa félagsheimilin á 37 milljónir króna á þessu ári og íþróttavellina á næsta ári fyrir 15 milljónir gegn kvaðalausu afsali þeirra annað en áhvílandi veðskuldum. Tilboðið gilti til 18. júlí sama ár.
Samþykkt með tárum
Fundur í Knattspyrnufélaginu Tý nokkrum dögum síðar, samþykkti að ganga að þessi tilboði Vestmannaeyjabæjar. Meira hik var á fundi hjá Íþróttafélaginu �?ór sem haldin var 5. september. Fannst fundarmönnum að félaginu væri stillt upp við vegg. Á aðalfundum félaganna sem haldnir voru 10. nóvember samþykktu bæði félögin formlega að sameinast um stofnun nýs íþróttafélags. Ekkert hik var á félagsfundi Týs, tilboðið var samþykkt með samhljóða 38 atkvæðum. Hjá �?ór var tillagan samþykkt með 20 atkvæðum gegn 10 og fjórir sátu hjá. Í fundargerð �?órs frá aðalfundinum segir að tár hafi blikað á hvörmum margra félagsmanna, þegar samþykkt var að ganga að tilboði Vestmannaeyjabæjar.
Lausn á tilvistarkreppu
Í blaðinu Fréttum eftir að niðurstaða aðalfundanna lá fyrir sagði Magnús Bragason, formaður handknattleiksráðs Íþróttabandalagsins að hjá þessu hafi ekki verið komist vegna þróunar síðustu ára. �??Vestmannaeyjabær hefði mátt koma inn í dæmið með meiri peninga því einhverjar milljónir standa út af,” sagði Magnús í viðtali við Fréttir og segist óttast að það geti bitnað á hreyfingunni meðan verið er að hreinsa upp skuldir sem eftir eru. �??Enn eru nokkrir hnútar óleystir með fyrirkomulag nýja félagsins en ef allir vinna heilshugar að því að leysa þá verður sameiningin til mikils góðs,” bætti Magnús við.
Jóhannes �?lafsson, formaður knattspyrnuráðs ÍBV, segir sameiningu hafa verið draum þeirra sem starfa fyrir ÍBV í mörg ár. �??Nú er það orðið að veruleika og ekkert eftir nema að bretta upp ermarnar og fara að vinna. Hvet ég alla sem vilja styðja ÍBV til að koma til starfa með okkur,” sagði Jóhannes.
�?ór Vilhjálmsson, sem situr í samninganefndinni fyrir hönd �?órs, sagði að sú staða sem íþróttahreyfingin var komin í hafi ekki getað gengið lengur. �??�?að varð að finna lausn á þeirri tilvistarkreppu sem hreyfingin var komin í. �?g ber þá von í brjósti að bæjarbúar séu tilbúnir að leggja okkur lið. �?að skiptir ekki bara íþróttahreyfinguna miklu að hún verði virkilega öflug, heldur bæjarfélagið allt,”sagði �?ór.
�??�?g er ánægður með að þetta skuli vera gengið í gegn,” sagði Guðjón Rögnvaldsson sem var fulltrúi Týs í samninganefndinni. �??Sameiningin á eftir að verða til heilla fyrir íþróttahreyfinguna og bæinn í heild. Næst er að finna menn í stjórn til að stýra þeirri miklu vinnu sem er framundan. �?g hef fundið mikinn stuðning við sameininguna og heyri ekki annað en að menn ætli að koma heilsteyptir inn í nýja félagið,” sagði Guðjón.
�?ar með er lokið kafla í íþróttasögu Vestmannaeyja sem hófst með stofnun Íþróttafélagsins �?órs þann 9. september árið 1913.
Stofnfundur KH ÍBV
�??Eins og ykkur er öllum kunnugt hafa staðið yfir nokkur undanfarin ár töluverðar umræður um að þörf væri á því að endurskipuleggja starfsemi íþróttahreyfingarinnar í Vestmannaeyjum. Margt hefur breyst í þjóðfélaginu og ekki síst í því umhverfi sem hreyfingin hefur starfað í. Okkur verður að sjálfsögðu að bera gæfa til að staðna ekki og gera það sem við teljum íþróttunum fyrir bestu með það að takmarki að Eyjamenn verði ávallt í fremstu röð, íþróttafólki og bæjarbúum til heilla,” sagði �?ór Vilhjálmsson á stofnfundi Knattspyrnu- og handboltafélags ÍBV, skammstafað KH ÍBV sem var vinnuheiti félagsins, – sem haldinn var í Bæjarleikhúsinu 30. desember 1996.
Um 130 manns sóttu fundinn og var stofnun félagsins samþykkt með lófataki. Sjö manna stjórn var kosin á fundinum og �?ór formaður hennar. Með honum í stjórn voru kosin: Ingibjörg Sigurjónsdóttir, �?skar Freyr Brynjarsson, Eyþór Harðarson, Jóhannes �?lafsson, Birgir Guðjónsson og Arndís Sigurðardóttir.
Fyrsta starfsárið
Týsmerkið breyttist í ÍBV merkið
Mikið var um dýrðir á �?rettánda-gleðinni að venju. Jólasveinarnir, Grýla og Leppalúði og ótrúleg kynjaveröld kvöddu jólin með eftirminnilegum hætti í mikilli veðurblíðu og hefur aldrei annar eins mannfjöldi verið viðstaddur þrettándagleði. Týrarar, sem hingað til höfðu séð um þrettándann, tendruðu blys á Molda í síðasta sinn og það var tímanna tákn um breytta tíma að sjá Týsmerkið breytast í ÍBVmerkið.
Fyrsti leikur KH ÍBV – Grátlegur endir á góðum leik
Fyrsti leikur KH ÍBV í Íslandsmóti, var gegn KR í meistaraflokki kvenna í handbolta. Leiknum lauk með KR sigri, 17-18, í hörku spennandi leik þar sem úrslitin réðust á síðustu sekúndunum. Eyjastelpur léku einn sinn besta leik í langan tíma og höfðu yfir í hálfleik, 10-9. Jafnræði var á öllum tölum í seinni hálfleik. KR skoraði sigurmark leiksins úr vítakasti á lokasekúndu leiksins, naumara gat það ekki verið. Eyjastelpur voru að vonum sársvekktar að hafa tapað enda voru þær að keppast við að lenda meðal átta efstu liða og komast í úrslitakeppnina. Í Fréttum sagði að endurkoma Söru Guðjónsdóttur í liðið hafi haft mjög jákvæð áhrif og mikill styrkur í henni. Hún var markahæst hjá ÍBV með 5 mörk. Ingibjörg Jónsdóttir skoraði 3, Stefanía Guðjónsdóttir 3, María Rós Friðriksdóttir 3, Guðbjörg Guðmannsdóttir 2 og Elísa Sigurðardóttir 1.
Stjórnsýslan verður í �?órsheimilinu
Guðmundur �?.B. �?lafsson var fyrsti framkvæmdastjóri nýja félagsins. Hann var í viðtali í blaðinu Fréttum í lok janúar, þar sem hann fór yfir starfið og stöðu félagsins. �??Fyrstu verkefnin hafa aðallega falist í að að móta starfið sem snýr að knattspyrnudeildinni og handknattleiksdeildinni. Forsendur hafa breyst því þessar tvær deildir taka nú inn á sig alla yngri flokkana sem voru áður í umsjá Týs og �?órs. �?að sem snýr að aðalskrifstofunni, öll stjórnsýsla nýja félagsins, er í �?órsheimilinu en við sjáum um reksturinn á báðum heimilunum. Búið er að ráða starfsmenn í Týsheimilið og góð nýting er á íþróttasalnum. Verið er að hafa samband við helstu styrktaraðila og kennitalan er klár,” sagði Guðmundur.
Nýja félagið byrjar með tóma sjóði
Nýja félagið byrjaði sína starfsemi með tóman sjóð. Aðspurður sagði Guðmundur að vissulega væri það ekki sú staða sem menn höfðu vonast eftir í upphafi. �?egar farið var af stað með nýtt félag var það á þeim forsendum að það hefði úr einhverjum fjármunum að spila í byrjun. Svo er ekki og því séu nokkrir mánuðir í að félagið fái inn tekjur af starfseminni. �??Fram að því verðum við að treysta á skilning bæjarbúa og þreyja þorrann. Við höfum víðast hvar fengið góð viðbrögð enda hafa flestir skilning á því að við erum að reyna að búa til farveg fyrir nýja og betri tíma. En það er alveg ljóst að miðað við hvernig rekstrarumhverfið var orðið var kominn tími til að stokka upp spilin í íþróttahreyfingunni,” sagði Guðmundur. Sökum þess að nýja félagið byrjar með budduna tóma má búast við því að lengri tíma taki að ýta félaginu úr vör.
ÍBV íþróttafélag
�?egar nýja félagið var stofnað, var notast við vinnuheitið Knattspyrnu- og handknattleiksfélag ÍBV. Leitað var eftir tillögum frá bæjarbúum að nafni á félaginu. Yfirgnæfandi meirihluti bæjarbúa valdi nafnið ÍBV íþróttafélag. Á framhaldsaðalfundi félagsins 4. febrúar var það nafn á félaginu samþykkt. Reyndar segir í bókun fundarins að bæjarbúar hafi valið nafnið Íþróttafélagið ÍBV, en því var síðar breytt í ÍBV íþróttafélag.
Alvarlegt umferðarslys – mildi að ekki fór verr
Átta handboltastúlkur úr ÍBV og tvær konur, þjálfari þeirra og fararstjóri lentu í alvarlegu umferðarslysi í byrjun mars, þegar bíll sem þær voru í lenti í hörðum árekstri. Allar voru fluttar á slysadeild. Engin þeirra slasaðist alvarlega en tvær sködduðust í andliti og aðrar hlutu mar og minniháttar skrámur. Hvorugur bíllinn valt en báðir bílarnir eru mikið skemmdir og brotnuðu allar rúður í hinum bílnum. Stúlkurnar, sem voru í 3. flokki ÍBV í handboltanum og á aldrinum 15 til 17 ára, voru að koma úr Herjólfi þegar slysið varð. �?að átti sér stað á Suðurlandsvegi við afleggjarann að Bláfjöllum. Í forsíðufrétt Frétta þann 20. mars segir: �??�?að er ekki ljóst hver aðdragandinn var því enn á eftir að taka skýrslur af fólki en báðir bílarnir lentu utan vegar. Samtals voru 15 manns í bílunum og voru allir fluttir á slysadeild,” sagði lögreglumaður í Kópavogi en slysið varð í umdæmi Kópavogslögreglunnar. Fjórir sjúkrabílar komu á vettvang og fluttu þá slösuðu af slysstað en þeir sem minnst voru slasaðir fóru með lögreglubíl. �??Aðstæður voru slæmar og einhver hálka á veginum. Báðir bílarnir eru illa farnir. �?g veit ekki hversu alvarleg meiðsli fólksins eru en tel að það hafi sloppið vel miðað við aðstæður,” sagði lögreglumaðurinn.
Unnur Sigmarsdóttir, þjálfari stelpnanna ók bílnum sem var 14 manna Econoliner sendibifreið. Hún segir engu líkara en að einhver hafi haldið verndarhendi yfir þeim. �??�?g var búin að keyra austur þannig að ég vissi hvernig aðstæður voru. �?að voru hryggir á veginum en autt í hjólförunum. �?g var nýbúin að hægja á bílnum. Hvers vegna veit ég ekki og var ég ekki á meira en 50 km hraða þegar ég sá hinn bílinn hendast yfir á okkar vegarhelming. Mér tókst að bremsa en hafði um fátt að velja. Fannst mér skárra að lenda í árekstri en að keyra út af,” sagði Unnur um aðdraganda slyssins. Hún segist þakka Guði að ekki fór ver.
Erfið samskipti
�?að var flestum ljóst á upphafsárum ÍBV íþróttafélags, að samskipti milli handknattleiksdeildar og knattspyrnudeildar voru stirð. �?að var á stjórnarfundi félagsins 6. maí 1997 sem þessi samskiptavandi kom til umræðu. Í bókun segir að kominn sé tími til að fólk átti sig á því, að það væri í einu og sama félagi. Gat formaðurinn þess að innan tíðar yrði boðað til fundar með öllum þessum aðilum og breyttra vinnubragða óskað.
KR steinlá
Í Eyjum þykir það alltaf stórleikur í knattspyrnunni þegar ÍBV og KR mætast og það var engin undantekning þegar ÍBV mætti KR á Hásteinsvelli í undanúrslitum bikarkeppninnar. Leikurinn mun seint líða knattspyrnuunnendum í Vestmannaeyjum úr minni. Veðrið var eins og það getur best orðið og hátt í 1300 manns mættu á völlinn þar af mikill fjöldi sem fylgdi KR liðinu. �?ll umgjörð leiksins var til fyrirmyndar og þetta skilaði sér í einum besta leik liðsins um sumarið 1997. Allir sem einn lögðu þeir sig fram og áttu KRingar ekkert svar við leik þeirra og urðu að sætta sig við 3 – 0 tap. �?ar með voru Eyjamenn komnir í bikarúrslitin. Lengra komst liðið ekki, það tapaði fyrir Keflvíkingum í úrslitunum, eftir tvo leiki, þar sem sá fyrri endaði í jafntefli.
Félagar í Leikfélagi Vestmannaeyja stóðu fyrir skemmtilegum uppákomum vegna undanúrslitaleiksins í bikarnum gegn KR. Fyrir leik fóru þeir um bæinn á litlum pallbíl, íklæddir ÍBV-búningum, veifandi ÍBV-fánum og málaðir í framan. �?eir voru einnig mættir uppi á flugvöll þegar flugvél KR-inga lenti. Stóðu þeir heiðursvörð við landganginn með fánana þegar KR-ingar stigu út úr vélinni. Fyrir leik hlupu þeir hring á Hásteinsvelli og á leiknum sjálfum höfðu þeir sig mikið í frammi. Höfðu þeir sigur á fjölmennum hópi KR-inga meðal áhorfenda.
Fyrsta �?jóðhátíð ÍBV íþróttafélags fór vel fram
Gestafjöldi á þessari fyrstu �?jóðhátíð ÍBV íþróttafélags var í kringum 6 þúsund. Að sögn lögreglu fór hátíðin vel fram og gott skipulag á gæslumálum. Formaður �?jóðhátíðarnefndar, Birgir Guðjónsson var líka ánægður og sagði gesti �?jóðhátíðar hafa verið til fyrirmyndar. Á að giska 300-400 manns voru við setningu �?jóðhátíðarinnar, flestir prúðbúnir. �?ór Vilhjálmsson formaður ÍBV íþróttafélags setti hátíðina, Kirkjukór Landakirkju söng nokkur lög og prestarnir sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Bjarni Karlsson fluttu stutta hugvekju í leikrænu formi. �?ar gerðu þau innihald þjóðhátíðarinnar að umtalsefni. Hátíðarræðuna flutti Stefán Runólfsson. Miðaverð á þjóðhátíðina var kr. 7.000,- en 6.500,- krónur í forsölu. Hagnaður af þjóðhátíðinni var um 5.5 milljónir króna.
5. flokkur Íslandsmeistarar
Rétt eftir �?jóðhátíð varð A-lið ÍBV í 5. flokki kvenna Íslandsmeistari í knattspyrnu og landaði þar með fyrsta Íslandsmeistaratitli ÍBV íþróttafélags. Tapaði liðið ekki leik í Íslandsmótinu. Margrét Lára Viðarsdóttir og Thelma Sigurðardóttir skoruðu flest mörkin.
Íslandsmeistaratitill í höfn í meistaraflokki og messu flýtt
Fyrsti Íslandsmeistaratitill ÍBV íþróttafélags í meistaraflokki karla knattspyrnu leit dagsins ljós í september 1997. Eyjamenn voru einfaldlega langbestir. �?eir sýndu það og sönnuðu á eftirminnilegan hátt með því að rótbursta Keflavík, 5-1 á Hásteinsvelli, í 17. og næstsíðustu umferð SjóvárAlmennra deildarinnar, og tryggðu sér þar með Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn var settur á kl. 14 eða nákvæmlega á messutíma Landakirkju. En í Landakirkju var fólk við stjórnvöl sem hafði góðan skilning á gildi íþrótta og ekki síður mikilvægi þessa leiks. �?ví var ákveðið að færa messutímann fram til kl. 13. Séra Bjarni Karlsson sagðist ábyrgjast að messunni yrði lokið kl. 13.45 þannig að enginn ætti að þurfa að missa af leiknum. Bjarni vildi hvetja sem flesta til að mæta í kirkju, �??til að efla andann fyrir leikinn�??.
Í Fréttum var sagt að sannkölluð þjóðhátíðarstemning hafi verið í Eyjum að leik loknum og hélt hún áfram alla vikuna. Skotið var upp flugeldum, kveikt á blysum og Eyjalag Leifs Geirs, �??Komdu fagnandi�??, sungið í gríð og erg.
�??Eftir frekar rólega byrjun á leiknum skoraði Sigurvin �?lafsson glæsilegt mark úr aukaspyrnu af 25 metra færi á 19. mín., í anda frænda síns, Ásgeirs. En Jóhann Guðmundsson jafnaði strax fyrir Keflavík tveimur mínútum síðar. Aftur róaðist leikurinn en Steingrímur braut ísinn á 41. mín. með laglegu marki eftir sendingu Tryggva Guðmundssonar. Við þetta komst Tryggvi í gang og hann skoraði þriðja markið í lok fyrri hálfleiks með því að vippa boltanum snyrtilega yfir markvörð Keflvíkinga. Strax í upphafi seinni hálfleiks skoraði Tryggvi beint úr aukaspyrnu. Tryggvi fullkomnaði þrennu sína með því að pota inn þriðja markinu eftir fyrirgjöf Sverris Sverrissonar. �?egar 10 mín. voru eftir af leiknum var Íslandsmeistarabikarinn borinn fram. Auðvitað var ekki stætt á öðru en að afhenda Íslandsmeistarabikarinn fyrir framan stuðningsmenn ÍBV.
Alls mættu 1500 manns á leikinn en þegar yfir lauk, hafa líklega verið rúmlega 2000 manns á vellinum því fjöldi fólks, sem horfði á leikinn í sjónvarpi, dreif sig á völlinn og vildi verða vitni að því þegar Eyjamenn fögnuðu titlinum. Hlynur Stefánsson, fyrirliði ÍBV, tók við titlinum úr hendi Eggerts Magnússonar, formanns KSÍ, en þarna var um að ræða glænýjan og stórglæsilegan bikar.
ÍBV hlaut 40 stig í 18 leikjum, 12 sigrar, 4 jafntefli og 2 töp. ÍA varð í 2. sæti með 35 stig.
Aðalsteinn verður framkvæmdastjóri ÍBV
Aðalsteinn Sigurjónsson, fyrrum útibússtjóri Íslandsbanka í Vestmannaeyjum, var ráðinn framkvæmdastjóri ÍBV-íþróttafélags í október. Hann tók við af Guðmundi �?.B. �?lafssyni sem hafði gegnt stöðunni til bráðabirgða.
Kraftaverkamenní skilanefndinni
Fyrsti almenni fundurinn í ÍBV-íþróttafélagi var haldinn um miðjan nóvember. �?ar kom m.a. fram að skilanefndin svokallaða, sem sett var á laggirnar til að hreinsa upp skuldir sem eftir voru vegna sameiningar Týs og �?órs svo nýja félagið gæti byrjað með hreint borð, væri komin vel áleiðis með ætlunarverk sitt. �?hætt er að segja að skilanefndin hafi unnið kraftaverk síðan hún tók til starfa fyrir ári. Skuldir voru alls yfir 90 milljónir. Skuldir sem stóðu út af borðinu eftir sameininguna og sölu eigna til bæjarins á 52 milljónir króna, munu hafa verið rúmar 40 milljónir króna. Skilanefndin samdi við lánastofnanir og tók svo persónulega ábyrgð á þeim skuldum sem eftir voru. Sá skilanefndin fyrir endann á vinnu sinni miðað við gefin loforð hjá ýmsum aðilum. Styrkir frá fyrirtækjunum til skilanefndar vegna fyrrnefndra skulda, komu ekki niður á styrkveitingum til ÍBV-íþróttafélags. Í skilanefndinni eru þeir Viktor Helgason, Bergvin Oddsson, Guðjón Rögnvaldsson, Jóhann Pétursson og Guðjón Hjörleifsson.
Dómgæsla í aðalhlutverki
Leiktímabilið í handboltanum byrjaði í septemberbyrjun. Fyrsti leikur karlaliðs ÍBV í handboltanum þetta keppnistímbilið, var við Hauka og var leikið í Eyjum. Eftir mjög dramatískar lokamínútur sigruðu Haukar 29-28. En Eyjamenn voru afar ósáttir við dómgæsluna á lokamínútunum. �?orbergur Aðalsteinsson, þjálfari sagði í viðtali við Fréttir �??Dómgæslan var léleg. Mér fannst halla verulega á okkur, sérstaklega hvað varðar jöfnunarmarkið í lokin. Dómararnir gerðu mistök með því að flauta of snemma og þar með hafa af okkur annað stigið.�??
Skrautlegur kvennaleikur
ÍBV gerði jafntefli við Hauka í 1. deild kvenna, 20-20, í einhverjum ótrúlegasta leik sem sögur fara af hér á landi fyrr og síðar að sögn Frétta. Ingibjörg Jónsdóttir, fyrirliði ÍBV, jafnaði metin á síðustu sekúndunni en Eyjastelpur áttu svo sannarlega skilið annað stigið. En leiksins verður fyrst og fremst minnst vegna ótrúlegrar uppákomu dómaranna undir lok leiksins en gera þurfti hlé á leiknum vegna ósættis þeirra!
Stóru leikirnir
Sennilega eru leikir ÍBV og þýska knattspyrnuliðsins Stuttgart í Evrópukeppni félagsliða árið 1997, stærstu leikir ÍBV fyrr og síðar. �?ótt báðir leikirnar hafi tapast, sá fyrri í Reykjavík 2-1 og sá síðari í Stuttgart, 3-1, var frammistaða ÍBV gegn þessu firnasterka þýska liði með miklum ágætum, svo eftir var tekið. Leikir liðanna fengu gríðarmikla umfjöllun þýskra fjölmiðla. �?trúlega mikil umgjörð var í kringum heimaleikinn vegna sjónvarpsútsendinga til �?ýskalands. �?etta mun hafa verið umfangsmesta sjónvarpsútsending frá knattspyrnuleik hér á landi og eins og �?jóðverjanna var von og vísa var allt mjög faglega gert. Í lýsingunni frá leiknum voru þeir með �??allt á hreinu�?? um leikmenn ÍBV, t.d. að tengdafaðir Hlyns fyrirliða væri Coca-Cola fuhrer í Eyjum. En ótrúlegast fannst þeim þegar þeir hrósuðu Hjalta Jóhannessyni og uppgötvuðu að hann væri vélstjóri og sjómaður.
Leikirnir gáfu ÍBV góðar tekjur, sérstaklega vegna sjónvarpsútsendinganna.
�?etta sama ár var Hermann Hreiðarsson seldur til Crystal Palace sem einnig gaf ÍBV góðar tekjur. Upplýsingar um þessar tekjur er samt ekki að finna í gögnum félagsins.
�?annig leið fyrsta starfsár ÍBV íþróttafélags, með töpum og sigrum, stórum stundum og öflugu starfi hinna fjölmörgu stuðningsmanna félagsins.
Strax á þessu fyrsta ári félagsins unnust Íslandsmeistaratitlar, en starfið var líka öflugt að öðru leyti. Við sameiningu félaganna heltust ýmsir góðir starfskraftar úr lestinni sem áður unnu fyrir �?ór og Tý, en aðrir komu líka í staðinn. Við sameininguna tókust á sterkar tilfinningar og skynsemi. Í dag eru sennilega flestir orðnir sammála um að sameining félaganna var skynsamleg, en hún þurfti bara sinn tíma. Í dag er ÍBV einskonar sameiningartákn Vestmannaeyinga.
Bikarmeistartitill �?? fólk féllst í faðma og tár blikuðu
Karlalið ÍBV tryggði sér bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu 30. ágúst 1998, – þegar það sigraði Leiftur frá �?lafsfirði 2 – 0 í úrslitaleik keppninnar á Laugardalsvelli. Fögnuður Eyjamanna, bæði á leikvellinum og í stúkunni, var mikill í leikslok og margir stundu: Loksins, loksins. ÍBV íþróttafélag og áður Íþróttabandalag Vestmannaeyja, lék nú til úrslita þriðja árið í röð en tvö síðustu árin á undan þurftu Eyjamenn að sætta sig við tap. �?að var því mikil gleði sem ríkti þegar flautað var til leiksloka, fólk féllst í faðma, hrópaði, klappaði og söng og hjá mörgum mátti sjá tár blika á hvarmi.
Stemningin á leiknum var frábær og náði hámarki í leikslok þegar Hlynur fyrirliði hóf bikarinn á loft, enda ætlaði fagnaðarlátunum á Laugardalsvelli aldrei að ljúka.
ÍBV liðið sigldi til Eyja með Herjólfi eftir leikinn, með bikarinn í farteskinu, og var tekið á móti liðinu á glæsilegan hátt er það kom til hafnar í Eyjum. �?egar fánum prýddur Herjólfur sigldi inn á höfnina með leikmennina og bikarinn á brúarvængnum, var flugeldasýning á hafnargarðinum og í Friðarhöfn og lúðrar voru þeyttir. Mikill mannfjöldi var á Básaskersbryggjunni, bryggjan nánast full af fólki og bílum, og gífurleg gleði ríkjandi.
Eftir móttökuna á Básaskersbryggju var boðið til fagnaðarhátíðar í veitingatjaldinu í Herjólfsdal þar sem fagnað var fram eftir nóttu.
�?ú þekkir þá alla Davíð,er það ekki
�?egar Davíð Oddsson, forsætisráðherra, heilsaði upp á leikmenn fyrir bikarúrslitaleikinn kom hann fyrst að Hlyn fyrirliða og heilsaði upp á hann. Síðan er það venjan að fyrirliðinn gangi með heiðursgestinum og kynni leikmennina fyrir honum. Hlynur var meira með hugann við leikinn en formsatriðin fyrir leik og náði ekki að fylgja ráðherranum eftir sem var að flýta sér í skjól undan rigningunni. Hann kveikti svo á perunni þegar Davíð var hálfnaður að heilsa leikmönnunum og fór þá til hans og sagði. �??�?að þarf ekkert að kynna þá sérstaklega fyrir þér. �?ú þekkir þá alla, er það ekki? �?etta eru sömu strákar og undanfarin tvö ár.”
�?essi samantekt Gísla Valtýssonar á sögu ÍBV-Íþróttafélags sem fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir er mjög ítarleg og er þetta aðeins fyrsti hlutinn. Mun framhaldið verða í næstu blöðum þar sem lýst er glæsilegu starfi félagsins á þessum 20 árum.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 7 Tbl 2025
7. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.