Fyrir áramót lauk borunum við Hlíðarveg eftir sjó sem nýta á við sjóvarmadælustöðina sem reist verður á þessu ári. Á hún að hita upp allan bæinn. Boraðar voru fjórar 20 tommu holur og var útkoman góð í þremur og sæmileg í einni. Í haust var óskað eftir tilboðum í fjórar varmadælur og bárust alls tólf tilboð. Næst liggur fyrir að byggja hús undir stöðina og eru útboðsgögn að verða klár og verður bygging hússins boðin út á næstu dögum.
�??Við vorum ánægðir með útkomu úr boruninni og þarna fáum við upp sjó sem við nýtum til upphitunar á hringrásarvatni hitaveitunnar. Um er að ræða framkvæmd sem kostar rúman milljarð en á móti kemur styrkur ríkissjóðs að upphæð 300 milljónir,�?? sagði Ívar Atlason yfirmaður tæknideildar HS Veitna í Vestmannaeyjum sem standa að framkvæmdinni.
Stöðinni er ætlaður staður neðst við Hlíðarveginn þaðan sem verða lagðar hitaveitulagnir og háspennukaplar að Kyndistöðinni við Kirkjuveg og affallsrör út fyrir Eiði. �??Ef allar áætlanir ganga eftir verður hægt að ræsa stöðina í lok þessa árs,�?? sagði Ívar.
Varmadælur hafa verið að ryðja sér til rúms hér á landi en ákvörðun HS Veitna er bylting í orkumálum því þetta er í fyrsta skiptið sem ákveðið er að hita upp heilt byggðarlag með varmadælum. �?ær eru algengar í Bandaríkjunum, Sviss, Svíþjóð og �?ýskalandi.
Til að hita upp allan bæinn þarf um 550 sekúndulítra af sjó. Í áætlunum er gert ráð fyrir að unnt verði að lækka húshitunarkostnað um u.þ.b. 10%. �??Við Vestmannaeyjar er til endalaust magn af sjó. Golfstraumurinn sér til þess að hitastigið er nokkuð jafnt, á bilinu 5° til 6°C yfir vetramánuðina en 10° til 12°C um sumartímann,�?? sagði Ívar en það sem gerist er að varmadæla flytur orku, varmaorku frá einum stað til annars. �?að eru varmadælur inni á hverju heimili ef ísskápur eða frystikista er til staðar. Vinnslumiðill, ammoníak gengur í lokaðri hringrás frá vermi til varmaskiptis, flytur varmaorkuna.
�??Með því að dæla miklu magni af sjó, er hægt að fá næga varmaorku, fyrir sjóvarmadælu,�?? sagði Ívar. �??Aflstuðull fyrir sjóvarmadælu, svokallaður COP stuðull er um 3, þ.e.a.s. ef varmadælan notar 1 kW af raforku framleiðir sjóvarmadælan 3 kW af varmaorku. Hitaveitan notaði 73 GWh af skerðanlegri raforku 2015 en með sjóvarmadælum verður raforkunotkunin 26 GWh. 47 GWh sparast því af raforku sem nýtist til annarra nota. �?að má því segja að sjóvarmadælur séu í raun sparnaðarvirkjun. Kostnaður er um 100 kr./W en það kostar 300 til 350 kr./W að virkja vatnsaflið og 500 til 550 kr./W að virkja gufuaflið.�??
Í dælustöðinni er gert ráð fyrir að hægt verði að bæta við fimmtu varmadælunni og þá verður aflgetan 13 MW. �??Til skoðunar er síðan í framhaldinu að byggja miðlunargeymi sem myndi spara í orkukaupum og auka öryggi. Áætlað er að 1000 rúmmetra tankur kosti 75 til 80 milljónir króna og 4000 rúmmetra tankur kosti 190 til 200 milljónir króna en mesta sólarhringsnotkun fer að nálgast 9.000 rúmmetra,�?? sagði Ívar að endingu.