�?að er ekki einfalt mál að ætla sér að eiga barn í Vestmannaeyjum. �?ví fengu Sindri Georgsson og Elín Sandra �?órisdóttir að kynnast þegar sonur þeirra kom heiminn á sunnudagsmorguninn síðasta. Í raun átti hann ekki að fæðast fyrr en 14. mars, næsta þriðjudag og miðuðust áætlanir fjölskyldunnar við það. Á sunnudagsmorguninn fór Sindri með fjölskyldubílinn í �?orlákshöfn og ætlaði að taka á móti verðandi móður og Söndru Dís, 16 mánaða dóttur þeirra á flugvellinum í Reykjavík. En margt fer öðru vísi en ætlað.
Sonurinn bankaði að segja má upp á um leið og Sindri fór út dyrunum heima hjá sér fyrir klukkan átta á sunnudagsmorguninn. Elín Sandra fór að finna fyrir verkjum um átta leytið og hringdi strax í móður sína, �?órunni Sveinsdóttur sem dreif sig á staðinn og hringdi í ljósmóður. Sá stutti var ekki að hika og fæddist í sófanum heima í stofu þar sem amman og ljósmóðir tóku á móti honum. �?á var klukkan 8.42. Á meðan fylgdist litla systir með og leist ekki alveg á það sem var að gerast en forvitnin kviknaði þegar litli bróðir var kominn í heiminn. Allt gekk að óskum og móður og barni, sem er það fyrsta sem fæðist í Vestmannaeyjum á þessu ári, heilsast vel.
Blaðmaður heimsótti fjölskylduna á Sjúkrahúsið síðdegis á mánudaginn þar sem sá stutti svaf eins og börn eiga að gera á meðan stóra systir skottaðist um allt. �?mmurnar, �?órunn og Guðný Björgvinsdóttir og Georg Skæringsson afi voru í heimsókn.
�??�?egar ég fór í Herjólf klukkan hálf átta ætlaði ég að taka á móti Elínu Söndru og Söndru Dís á flugvellinum í Reykjavík í hádeginu,�?? segir Sindri. �??Skipið er lagt af stað þegar skipstjóri og þerna banka upp á hjá mér og það fyrsta sem mér datt í hug var að Elín Sandra væri komin af stað og á leið til Reykjavíkur með sjúkraflugi. En þau voru komin til að tilkynna mér að það væri kominn lítill strákur. �?etta gerðist rétt um klukkutíma eftir að ég fór að heiman frá mér,�?? segir Sindri og heldur áfram.
�??�?etta var ekki það sem ég átti von á en fékk að vita að fæðingin hefði gengið eins og í sögu og báðum heilsaðist vel. Ljósmóðirin rétt náði að mæta áður en drengurinn fæddist í stofunni heima.�??
Sindri segir að Elín Sandra hafi fundið fyrir verkjum rétt upp úr klukkan átta og strax hringt í mömmu sína og þarna var sonurinn mættur og hann á leiðinni til �?orlákshafnar. �??�?au buðu mér strax að koma með til Vestmannaeyja. �?g hringdi í Ernu systir sem fannst ómögulegt að ég færi til baka með Herjólfi og vildi finna aðrar leiðir. Kannaði með flug á Bakka en niðurstaðan varð að pabbi og Hallgrímur Njálsson sæktu mig á tuðru í Landeyjahöfn. Kom Erna með Hlyn bróður okkar og Emelía Rós dóttir hennar að sækja mig og skutla mér í Landeyjahöfn. �?að var svo úr að þau komu öll með til Eyja til að heilsa upp á nýja frændann og Eyjapeyjann,�?? segir Sindri.
Sjálfur lýsir hann þessu skemmtilega á FB-síðu sinni. �??Eftir að ég fékk fréttirnar var eins og einhver hafi stoppað klukkuna. Hún bara gekk ekki neitt. Ofan á það þá var símasambandið ekki uppá marga fiska þannig ég náði ekki í neinn fyrr um tíu leytið. Fékk þær fréttir að öllum heilsaðist vel og að allt hafi gengið vel.�??
Og í lokin segir hann: �??�?essi tími frá því að ég fékk fréttirnar og þangað til að ég hitti peyjann var eins og heil eilíf að líða en alveg ótrúlega gott að hitta hann og erum við Elín Sandra og Sandra Dís alveg í skýjunum með litla molann okkar. En það sem maður sá vel í dag að það er gott að eiga góða að. �?etta var algjört ævintýri.”
Sjálf sagðist Elín Sandra aldrei hafa orðið hrædd því mamman var fljót á staðinn og Drífa ljósmóðir mætt áður en fæðingin fór af stað. �?au eru búin að ákveða nafn á drenginn en það fékk ekki gefið upp.