„Við tókum tvö karfahöl í gærkvöld og í nótt. Þar með erum við komnir með skipið til veiða. Fyrstu sólarhringarnir fara annars að miklu leyti í að stilla af spil og vinnslukerfi, eins og við var búist,“ sagði Magnús Ríkarðsson, skipstjóri á Breka VE, í morgun.
Áhöfnin á nýja VSV-togaranum er sem sagt komin á miðin til veiða. Sú stund var giska langþráð!
Breka var siglt úr höfn á þriðjudaginn. Um borð voru rafvirki og einnig tæknimaður frá framleiðanda togspila skipsins til að taka þátt í að stilla búnaðinn og sjá til þess að vinnslukerfið gengi eins og til er stofnað.
Aðkomumönnunum var skilað í land í morgun og um borð kom Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri bolfiskvinnslu VSV, áður en lagt var úr höfn nýjan leik. Hann ætlar að taka þátt í fyrsta alvöruveiðitúrnum sem ekki er vitað hve langur verður:
„Menn eru fyrst og fremst ánægðir með að vera komnir í gang. Gera má ráð fyrir að tæki og tól verði áfram stillt og prófuð í dag en með því var reiknað. Þetta lítur allt ágætlega út.“




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.