Kráin flytur í miðbæinn
Kári Fúsa á vaktinni í Kránni.

Nýverið sögðum við frá því að Subway lokaði veitingastað sínum í Eyjum. En eins og gamla máltakið segir þá er eins manns dauði annars manns brauð. Heyrst hefur af nokkrum veitingamönnum sem sóst hafa eftir húsnæðinu enda á besta stað í miðbænum.

Kráin bíður meðal annars uppá hann víðfræga Hlölla.

Nú er hins vegar orðið ljóst að Kári Vigfússon hlýtur hnossið og hyggst hann flytja Krána í það. „Ég minnka líklega úrvalið í sælgætinu og einbeiti mér meira að veitingasölunni.” sagði Kári í samtali við Eyjafréttir. Kráin býður upp á frábæran skyndibita og meðal annars hin víðfræga Hlölla en hefur liðið fyrir staðsetninguna, sem er ekki alveg í alfara leið. „Ég fann sérstaklega fyrir þessu núna um Þjóðhátíðina, á meðan straumur fólks var inn á veitingahús bæjarins þurfti ég að hafa mikið fyrir því að sækja mína kúnna. Svo að þegar þetta húsnæði losnaði var annað hvort að hrökkva eða stökkva,” sagði Kári.

Matseðillinn mun fyrst um sinn vera svipaður og núverandi seðill með skyndibitann í öndvegi. „Ég á þó ýmislegt uppi í erminni og aldrei að vita hvað verður í boði í framtíðinni,” sagði Kári að lokum.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.