ÍBV sótti Grindavík heim í leik í 16. umferð Pepsi-deildar kvenna í dag.
Eyjastúlkur byrjuðu af miklum krafti og eftir aðeins 4 mínútu leik kom Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ÍBV yfir. Þrátt fyrir að ÍBV hefði öll völd á vellinum náðu Grindvíkingar að jafna úr víti á 14. mínútu.
Rut Kristjánsdóttir kom ÍBV hinsvegar aftur yfir á 34. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Þannig var staðan í hálfleik. 1-2 ÍBV í vil.
Yfirburðir Eyjastúlkna héldu áfram í síðari hálfleik. Þrátt fyrir að skapa sér mörg færi tókst þeim hins vegar ekki að skora fleiri mörk. Endaði leikurinn því með tveimur mörkum ÍBV gegn einu frá Grindavík.
Með sigrinum tryggir ÍBV stöðu sína í 5. sætinu og er komið með 22 stig. Grindavík er áfram í 9. sæti með 10 stig og í bullandi fallbaráttu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst