Það var mikið fjör á Háaloftinu síðastliðið föstudagskvöld þegar Viðar og Eyjabíltarnir trylltu lýðinn.
Áhorfendur skemmtu sér hið besta á kvöldinu og var mikið hlegið af skemmtilegum sögum Viðars á milli laga sem öll voru flutt “orginal” að sjálfsögðu.
„Þetta var snilldin ein og ein sú albesta og skemmtilegasta skemmtun sem ég hef farið á,” er haft eftir einum áhorfenda.
Óskar Pétur var að sjálfsögðu á staðnum og myndaði herlegheitin.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst