Mikið hefur verið rætt um hugsanleg raðhús í Áshamrinum. En það var ekki eina umsóknin um byggingu raðhúsa sem tekin var fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráð í vikunni.
Fyrir ráðinu lá einnig erindi frá Masala ehf. En þar sækir Ragnar Már Svansson Michelsen fh. lóðarhafa Foldahraun 9-13 sem og 14-18, um leyfi til að byggja tvö fimm íbúða raðhús á einni hæð með innbyggðum bílgeymslum.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að innsend gögn verði grenndarkynnt skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Það er því ljóst að framboðið á raðhúsaeignum er að stóraukast í Vestmannaeyjum. En þær hafa jafnan verið mjög eftirsóttar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst