ÍBV tryggði sæti sitt í efstu deild að ári
Gunnar Heiðar lék sinn síðasta leik á Hásteinsvelli í dag.

Eyjamenn tryggðu sæti sitt í efstu deild á næsta tímabili í dag með góðum sigri á nýkrýndum Bikarmeisturum Stjörnunnar á Hásteinsvelli í dag. Um leið gerðu þeir svo gott sem út um íslandsmeistaradrauma Stjörnumanna.

Stjarnan komst yfir á 23. mínútu þegar Halldór Páll Geirsson, markvörður ÍBV, felldi Guðjón Baldvinsson inn í teig Eyjamanna. Hilmar Árni Halldórsson skoraði örugglega úr vítaspyrnunni og þannig stóð í hálfleik.

Á 62. mínútu jöfnuðu Eyjamenn þegar fyrirliðinn Sindri Snær Magnússon skoraði. Sex mínútum síðar kom Víðir Þorvarðarsson, ÍBV yfir með frábæru skoti rétt utan vítateigs. Lokatölur 2-1.

Þetta var síðasti heimaleikur ÍBV í sumar og jafnframt síðasti heimaleikur Gunnars Heiðars Þorvaldssonar. Hann hefur hefur tekið þá ákvörðun að leggja skóna á hilluna. Gunnar á að baki 148 leiki með ÍBV og 62 mörk.

ÍBV sækir Grindavík heim í lokaumferð Pepsi-deildarinnar á laugardaginn kl. 14.00.

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.