Guðmundur Alfreðsson, viðhaldsstjóri, er nýlega kominn frá Noregi þar sem hann fylgist grannt með smíði nýrrar Vestmannaeyjar og Bergeyjar. Það er norska skipasmíðastöðin Vard sem annast smíðina en alls er verið að smíða sjö eins togara fyrir íslensk útgerðarfélög á vegum stöðvarinnar. Það er dótturfélag Síldarvinnslunnar, Bergur-Huginn, sem lætur smíða Vestmannaey og Bergey.
Guðmundur segir að smíði skipanna gangi samkvæmt áætlun. Skipin eru smíðuð í einingum og fer smíði eininganna fram í Salthammer í Tesfjord en síðan eru þær dregnar á pramma til skipasmíðastöðvarinnar í Aukra þar sem þær eru settar saman. Allri vinnu við gerð skipanna verður síðan lokið í Aukra. Guðmundur segir að nú sé verið að vinna í vélarrúmseiningu Vestmannaeyjar í Salthammer en smíði þeirrar einingar er flóknust og tímafrekust. „Skipið er sett saman úr níu einingum og í næstu viku verður lokið við að smíða sjö þeirra í Salthammer. Þrjár þeirra eru komnar til Aukra og lokið við að setja þær saman. Fleiri einingar munu síðan koma til Aukra í næstu viku. Fyrir utan smíðina á Vestmannaey er byrjað að smíða einingar í Bergey. Þetta virðist allt ganga vel,“ segir Guðmundur.
Samkvæmt núgildandi áætlun er gert ráð fyrir að skipasmíðastöðin afhendi Vestmanney í maímánuði 2019 og Bergey síðan um það bil mánuði síðar.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.