Á 310. fundi fræðsluráðs sem fram fór í gær, mánudag, kynnti fræðslufulltrúi niðurstöður úr þjónustukönnun leikskóla varaðandi sumarlokanir. Fór svo að afgerandi meirihluti eða 68,2% vildu breytt fyrirkomulag.
Í könnunni var boðið upp á þrjá kosti til viðbótar við óbrett fyrirkomulag.
Fór svo að flestir þeirra sem vildu breyta fyrirkomulaginu eða 66,7% völdu kost tvö. 22,9% völdu þriðja kostinn en aðeins 10,5% kost eitt. Ráðið felur því skólaskrifstofu í samvinnu við skólastjórnendur leikskóla að skipuleggja sumarlokun leikskóla eftir þessum ábendingum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst