Jól 2018
26. desember, 2018
Georg Eiður

Það eru margar hefðir í kring um jólin, skatan á Þorláks og síðan margs konar kjötmeti, en eitt af því sem mér þykir hvað mikilvægast er ferðin upp í kirkjugarð á aðfangadag og gaman að sjá, hversu margir mæta á hverju ári.

Í aðdraganda að jólum kemur út jólablað Fylkis með myndum af öllum þeim Eyjamönnum sem látist hafa á árinu og maður uppgötvar það, að eftir því sem maður verður eldri þá þekkir maður orðið í amk. sjón svo til alla sem eru þarna á myndunum. Kannski eðlilega, maður er nú kominn á seinni hlutann.

Í ár voru ótrúlega margir sem maður tengist sterkum vináttuböndum, fólk sem maður hafði náð að kynnast á ævinni og á einhvern hátt snert mann, sumir að sjálfsögðu meira en aðrir.

Einn af þeim sem kvaddi óvænt snemma hausts var vinur minn Bergvin Oddsson. Við Beddi vorum við sömu flotbryggju og hittumst stundum daglega og ræddum þá oft bæði sjávarútvegsmál og pólitík. Það var gott að tala við Bedda, enda var hann ekkert að skafa utan af hlutunum.

Á meðan ég starfaði í stjórn Sjóve þá þurfti ég oft að leita til Bedda varðandi bæði lán á bátnum og honum sjálfum og aldrei kom ég að tómum kofanum og stuðningur hans við Sjóve algjörlega ómetanlegur. Maður upplifði því að hluta til ákveðinn spenning á árinu yfir því að Beddi var að koma með glænýjan bát. Töluverðar tafir urðu á því, en svo loksins kom báturinn, en svo skyndilega veikindi og síðan var Beddi skyndilega farinn. Maður varð eiginlega orðlaus yfir þessu en svona er víst gangur lífsins.

Ef það er eitthvað sem ég hefði viljað segja við Bedda að lokum, þá væri það bara: Takk fyrir að vera vinur minn.

Að sjálfsögðu votta ég aðstandendum Bergvins sem og öllum þeim sem misst hafa ástvini innilegar samúðarkveðjur.

Aðfangadagur og jólapakkarnir hafa aðeins breyst á síðustu árum, en ég minnist þess að á meðan systir mín Inga Rósa lifði, en hún lést í lok janúar 2015, þá voru pakkarnir frá henni til barnanna okkar alltaf svolítið sérstakir og í raun og veru voru pakkarnir sem slíkir alveg sérstök jólagjöf, enda gerði Inga Rósa alveg sérstaklega mikið af því að festa utan á pakkana allskonar skraut og fígúrur og stundum sælgæti líka og við söknum þess í dag, en við vorum reyndar svo heppin að þegar ég og konan giftum okkur fyrir 10 árum síðan, þá sendi Inga Rósa okkur í brúðkaupsgjöf skrapalbúm með myndum af öllum fjölskyldumeðlimum og m.a. myndir sem ég hafði aldrei séð áður, en albúmið er alveg rosalega vel skreytt og m.a. með tengingum við reglur um siglingar á sjó og að sjálfsögðu með myndir af öllum bátum sem ég hef átt fram að þeim tíma, en albúmið er sérstakur dýrgripur á heimilinu.

En jólin eru ekki bara sorgarjól, þau eru að sjálfsögðu gleðijól og á mínu heimili svolítið sérstök í ár, en í ár fengum við að hafa hjá okkur 2 af barnabörnum okkar, Írena Von 19 mánaða og Anna Jórunn rúmlega 3 ára, og það var svolítið sérstakt að vera aftur farinn að upplifa það að sjá pínulitla skó úti í glugga, að maður tali nú ekki um pakkaslaginn í gær sem var ansi fjörugur og manni var eiginlega létt þegar yfir lauk.

Fyrir mína hönd og mína fjölskyldi vil ég óska öllum gleðilegra jóla.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

Nýjar fréttir

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst