Hin árlega Gamlársganga verður farin á Gamlársdag en gengið er til styrktar Krabbavörn Vestmannaeyja. Farið verður af stað klukkan 11:00 og verður gengi, nú eða hlaupið frá tveimur stöðum í einu, annars vegar ofan af Stórhöfða og hins vegar frá Steinstöðum. Allir þátttakendur fara leiðina á sínum hraða en farið verður norður Höfðaveg, niður Illugagötu, niður Hlíðarveg og austur Strandveginn. Hlaupið eða gangan endar svo á veitingastaðnum Tanganum og boðið verður uppá súpu og brauð.
Aðgangseyrir er 1500kr og rennur óskiptur til Krabbavarnar í Vestmannaeyjum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst