„Álfsnesið er við dýpkun núna og Herjólfur IV er að sigla í Landeyjahöfn.“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar aðspurður um stöðuna á dýpinu og vinnu við dýpkun í og við Landeyjahöfn.
Það voru góðir dagar í lok síðasta árs sem ekki voru nýttir til dýpkunar. Hvers vegna var það?
Dagarnir milli jóla og nýjárs voru veðurfarslega fínir en ekki nægjanlega góðir til þess að dýpka í hafnarmynninu, ölduhæðin þar var í kringum 1,7-2,5 m sem er of mikið.
Það eru áframhaldandi austan áttir í vændum samkvæmt langtímaspá og á meðan það er þá er fyrirséð að það fyllist upp í mynnið við hvert veður með áframhaldandi þörf til dýpkunar, segir G. Pétur í samtali við Eyjar.net.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst