Uppsjávarskip Ísfélagsins hófu árið á kolmunnaveiðum. Að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðarstjóra Ísfélagsins fór Heimaey af stað 3. janúar og Sigurður hélt til veiða í gær.
Veiðisvæðið er suður af Færeyjum við miðlínu. Að sögn Eyþórs fara veiðarnar rólega af stað en Heimaey er komin með 600 tonn.
„Við erum með ca. 15.000 tonna kvóta í kolmunna. Væntanlega tökum við bara einn túr í janúar og svo klárum við í apríl og maí.“ segir útgerðarstjórinn að endingu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst