Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa Vestmannaeyjabæjar var tekin fyrir – að lokinni grenndarkynningu – breyting á deiliskipulagi vegna niðurrifs byggingar við Skildingaveg 4.
Fram kemur í fundargerð að skipulagsráð hafi samþykkt á 392. fundi sínum að kynna tillögu að deiliskipulagsbreytingu vegna breytinga á skilmálum lóðar nr. 4 við Skildingaveg, í samræmi við skipulagslög. Breytingin felur í sér að heimilt verður að rífa alla matshluta á lóðinni og lóðin verði á eftir hluti af athafnasvæði Vestmannaeyjahafnar.
Fram kemur að jákvæð umsögn hafi borist frá Minjastofnun Íslands. Ennfremur segir að sngar efnislegar athugasemdir hafi borist.
Fram kemur í deiliskipulagsuppdrætti að vegna breyttra aðstæðna og aukinna umsvifa vöru- og farþegaflutninga til og frá Vestmannaeyjum með Herjólfi er þörf fyrir að stækka athafnasvæði í kringum ferjuna. Skipulagsbreyting þessi felur í sér að rífa húsnæði sem nú standa í nálægð við bílainngang ferjunnar og gera þar ráð fyrir bílastæði fyrir stór ökutæki og vöruflutningavagna.
Í niðurstöðu segir að þar sem engar athugasemdir hafi borist við tillöguna, með vísan í skipulagslög og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa, skoðast tillagan samþykkt.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst