Dýpi í Landeyjahöfn kemur til með að vera mælt í fyrramálið, en síðast var það mælt 2.janúar sl. Þá var dýpið um 3 metrar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf.
Þar segir jafnframt að ef mælingin komi til með að vera í lagi stefnir Herjólfur á að sigla eina ferð þangað seinnipartinn á morgun, laugardag. Frá Vestmannaeyjum kl. 17:00 og frá Landeyjahöfn kl. 20:00 á flóði.
Herjólfur siglir til Þorlákshafnar fyrri hluta laugardags. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45.
Tilkynning vegna siglinga seinnipart laugardags verður gefin út þegar niðurstaða dýptarmælingar liggur fyrir.
Álfsnes kemur til með að hefja dýpkun í Landeyjahöfn um leið og aðstæður leyfa. Útlit til siglinga næstu daga á háflóði er gott ef mælingar koma vel út.
Frekari áætlun næstu daga kemur til með að verður gefin út þegar dýpi liggur fyrir.
https://eyjar.net/619-milljonir-i-landeyjahofn-i-fyrra/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst