Með hríðskotabyssu í fanginu
asm_fr_ads_23_cr_2
Greinarhöfundur - Ásmundur Friðriksson, alþingismaður.

Það eru nokkur ár frá því að Ríkisútvarpið og aðrir fjölmiðlar á vinstri vængnum „slaufuðu“ mér, vegna umræðu um hælisleitendur. Það gerðu auðvitað fleiri og er ég enn minntur á yfirlýsingar sumra flokksfélaga minna af sama tilefni. Þetta gerðist í kjölfar varnaðarorða minna um óhefta fjölgun hælisleitenda í landinu. Þrátt fyrir það var fjöldi þeirra á þeim tíma líklega um þriðjungur þess sem síðar varð. Hann er löngu orðinn óviðráðanlegur fyrir lítið samfélag á Íslandi. Á þeim tíma kallaði ég eftir því að bakgrunnsskoðun færi fram á þeim sem hingað kæmu og að við gættum ítrustu varna við landamæri landsins.

Það var og er vitað að til landsins streyma skipulagðir hópar  undir merkjum hælisleitenda til að stunda hér mansal og aðra skipulagða brotastarfsemi. Þrátt fyrir viðleitni til að efla landamæraeftirlit og löggæslu dugar það hvergi nærri til. Lögreglan er hundelt í störfum sínum þegar koma á fólki úr landi sem hefur fengið synjun á hælisumsókn á öllum stigum, jafnvel fyrir dómstólum. Þar ganga fremstir í fylkingu vinstrisinnaðir fjölmiðlar, píratar allra flokka og öfgamenn á vinstri vængnum.

Hverra hagsmuna er verið að gæta

Nýlega bárust fréttir frá Danmörku um að grunur væri uppi um undirbúning hryðjuverka þar í landi sem tengdust Hamas hryðjuverkasamtökunum. Dómsmálaráðherra Danmerkur, Peter Hummelgaard, segir hin meintu tengsl einstaklinga, sem danska lögreglan handtók nýlega, við Hamas staðfesta alvarlega hryðjuverkaógn gagnvart Danmörku. Af þessum ástæðum er hryðjuverkaógn metin alvarleg í Danmörku.

Ríkisútvarpið og aðrir vinstrisinnaðir fjölmiðlar stjórna umræðunni í landinu. Meðal annars með því að slaufa einstaklingum sem ekki eru í náðinni en hafa frá upphafi kallað eftir vandaðri vinnubrögðum og varkárni í útlendingamálum. Á dögunum var hælisleitenda, sem er talinn vera liðsmaður ÍSIS, vísað úr landi. Ábyrgð fjölmiðla er mikil nú þegar raunveruleikinn kemur aftan að okkur. Vonandi líta þeir til nágrannalanda okkar og láta af þöggun og ófrægingarherferðum í garð þeirra sem er sannarlega annt um íslenskt samfélag. Vonandi er það ekki um seinan.

 

Ásmundur Friðriksson

Höfundur er alþingismaður.

 

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.