Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs fyrir Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirði, Miðhálendi og Strandir og norðurland vestra.
Á Suðurlandi er gert ráð fyrir sunnan stormi og tekur viðvörunin gildi þar á morgun, 25 jan. kl. 04:00 og gildir til kl. 09:00 samdægurs.
Í viðvörunarorðum fyrir Suðurland segir: Sunnan 18-25 m/s með snörpum vindhviðum. Fólk er hvatt til að ganga frá lausamunum. Varasamt ferðaveður.
Á föstudag:
Gengur í suðvestan og sunnan 10-18 m/s. Víða él, en þurrt að kalla á norðaustanverðu landinu seinnipartinn. Frost 0 til 6 stig.
Á laugardag:
Suðvestan 10-18 og él, en 15-20 við suðurströndina fyrri part dags. Yfirleitt þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Sunnan og suðvestan 8-15 og él, en styttir upp á Norður- og Austurlandi. Frost 0 til 8 stig.
Á mánudag:
Suðlæg eða breytileg átt og hlýnar með dálítilli rigningu eða slyddu, en þurrt að kalla um landið austanvert.
Á þriðjudag:
Mild suðlæg átt og rigning eða slydda með köflum, en þurrt norðaustantil.
Spá gerð: 24.01.2024 08:22. Gildir til: 31.01.2024 12:00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst