Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út og verður blaðið borið út til áskrifenda í dag. Hægt er að kaupa blaðið í lausasölu í Vöruval, Klettinum og Tvistinum.
Fermingarnar eru framundan og í blaðinu er að vanda fermingabörnunum, aðstandendum þeirra og öllu því sem að fermingunni lýtur gerð skil í máli og myndum. Eins og venjulega birtum við myndir af öllum fermingarbörnum Eyjanna ásamt upplýsingum um foreldra þeirra og fermingardaginn.
Fermingar eru ekki eina umfjöllunarefnið. Við spjöllum við Sigrúnu Sigurðardóttur lektor við Háskólann á Akureyri, en hún vann í lögreglunni í Vestmannaeyjum árið 1995. Árið í Eyjum var örlagaríkt og hefur haft mikil áhrif á líf hennar allt til dagsins í dag. Athafnarmaðurinn Páll Eyjólfsson er í einlægu spjalli um lífið og æskuárin í Eyjum. Við tókum viðtal við Írisi Róbertsdóttur um loðnubrestinn, Herjólf og stöðuna í Landeyjahöfn.
Fatagámur Rauða Krossins er reglulegur viðkomustaður margra. Rauði krossinn sér um að flokka og endurvinna vefnaðarvöru hér á landi en fatasöfnun er eitt mikilvægasta fjáröflunarverkefni samtakanna. Þórunn Jónsdóttir hjá Rauða Krossinum fer þrisvar sinnum í viku að tæma gámana í Vestmannaeyjum, þetta og meira í nýjasta tölublaði Eyjafrétta.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.