Dýpkun gengur ágætlega í Landeyjahöfn en ljóst er að sigla þarf eftir sjávarföllum um helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að Herjólfur komi til með að sigla samkvæmt eftirfarandi áætlun nk. laugardag og sunnudag.
Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 17:00 og 19:30. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 09:30 (Áður ferð kl. 10:45) ,18:30 og 20:45.
Hvað varðar siglingar fyrir næstu viku, verður gefin út tilkynning í síðasta lagi á sunnudag. Sjá má nýjustu dýptarmælinguna hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst