Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út og verður blaðið borið út til áskrifenda í dag.
Að vanda förum við um víðan völl í þessu tölublaði. Opnuviðtalið þennan mánuðinn er við Robert Hugo Blanco sem hefur kennt við Framhaldsskóla Vestmannaeyja í 25 ár. Sagan hans er ótrúleg og má ekki fara framhjá neinum.
Kjartan Vídó Ólafsson er í spjalli hjá okkur. En hann tók nýverið við starfi sem markaðsstjóri og fjölmiðlafulltrúa HSÍ.
Við tókum einnig spjall við bræðuna Alexander og Albert sem eru að slá í gegn hjá leikfélagi Vestmannaeyja þessa daganna. Hjörleifur Davíðsson og fyrirtækið hans Kölski. Handboltamaðurinn Theodór Sigurbjörnsson og Linda Ómarsdóttir tóku nýlega heilt hús í gegn og við fáum að sjá afraksturinn. Fótboltasumarið er framundan og kynnum við alla leikmenn meistaraflokkanna til leiks og heyrum í þjálfurum. Í tölublaðinu leynast einnig uppskriftir sem vel er hægt að hafa innan handa yfir páskanna.
Áskrifendur geta lesið blaðið á netinu hérna. Eyjafréttir eru til sölu í Vöruval, Klettinum og Tvistinum.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.