Guðný Helga opnar sýninguna Inni að lita-leikur með liti í Einarsstofu
7. maí, 2019

Guðný Helga Guðmundsdóttir sem borin er og barnfædd Eyjamaður heldur sýningu á verkum sínum í Einarsstofu. Guðný Helga er fædd og uppalin á Blómsturvöllum að Faxastíg 27. Foreldrar hennar voru Sigríður Kristjánsdóttir og Guðmundur Kristjánsson, oft kenndur við Hvanneyri. Guðný er í áhöfn VE1953.

„Ég hef tekið námskeið í myndlist og lengi verið að mála en það var fyrir þremur árum sem ég komst í kynni við það sem ég er að gera í dag,“ segir Guðný Helga. „Það kallast flæðilist, float art á ensku. Ég vinn með akrílliti sem ég set í allskonar efni til að láta það bindast og flæða. Ég endurvinn gamlar vínilplötur og bý úr þeim meðal annars veggklukkur og er aðeins að byrja hylja þau verk með resin til að gera þær sterkari og fá meiri gljáa. Líka koma litirnir sterkar út.“

Sýningin sem hún kallar Inni að lita-leikur með liti verður opnuð klukkan 17.00 í dag. „Mér hafði aldrei dottið í hug að halda sýningu en var hvött til þess af Heiðari frænda Egilssyni og Beggó vinkonu, Ingibjörgu Bergrós Jóhannesdóttur og manni hennar, Sigurði Waage,“ segir Guðný Helga að lokum.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst