Enn verið að misnota afslátt
her_lan_farth
Bæjarbúar í Eyjum fá svokallaðan lögheimilisafslátt í Herjólf. Dæmi er um að menn hafi verið að misnota slíkan afslátt. Eyjar.net/Tryggvi Már

Enn eru dæmi um að verið sé að misnota lögheimilisafsláttinn hjá Herjólfi. Þetta staðfestir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. í samtali við Eyjar.net.

„Reglulega verðum við því miður vör við að aðilar sem eru með lögheimili í Vestmannaeyjum séu að misnota lögheimilisafsláttinn.“ segir Hörður Orri.

„Tökum við hart á þeim aðilum sem verða uppvísir að slíku athæfi“

Hann segir að almennt sé skipafélagið með virkt eftirlit með allri misnotkun og misnotkun á lögheimilisafslættinum þar engin undantekning.

„Misnotkun á lögheimilisafslætti er að sjálfsögðu óheimil og almennt tökum við hart á þeim aðilum sem verða uppvísir að slíku athæfi.“ segir Hörður að endingu.

https://eyjar.net/misnota-logheimilis-afslatt/

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.