Líkt og áður hefur verið komið inn á hér á Eyjar.net verður borgarafundur með innviðaráðherra, vegamálastjóra og bæjarstjóra Vestmannaeyja í Akóges í kvöld.
Hefst fundurinn klukkan 19.30 og er fólk hvatt til að fjölmenna. Fyrir þá sem ekki komast má horfa á fundinn í beinni útsendingu hér að neðan. Þess má geta að ekki var unnt að hafa fundinn í Höllinni, þar sem húsið var upptekið undir annað.
Fyrirkomulagið á fundinum verður þannig að Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri opnar fundinn og í kjölfarið verða Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar með erindi. Í lokin verður svo pallborð þar sem verða umræður og fyrirspurnir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst