Biðja um betri vinnubrögð
hugmynd_a_storskipakantur_brimneskant_250m_min
Hugmynd af stórskipakanti í Brimnesfjöru. Mynd/vestmannaeyjar.is

Á fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn sl. óskaði minnihlutinn eftir umræðu um aðalskipulag Vestmannaeyja, og nýja reiti fyrir hafnarsvæði.

Í bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um málið segir að mikilvægt sé að ákvarðanir séu teknar af yfirvegun og í sátt við bæði atvinnulífið og náttúruna. Kynna þarf breytingar á aðalskipulagi af þessu tagi betur þannig að íbúar fái rétta mynd af hugmyndum sem uppi eru fyrr í ferlinu. Til að mynda hefði mátt koma með skýringarmyndir í réttum hlutföllum sem sýndu bæði nýtingu og ásýnd, hvort sem rætt er um viðlegukanta í innsiglingunni eða innan hafnar, segir í bókun minnihlutans.

Málið hefur verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur og hefur verið beðið um betri vinnubrögð í málinu áður, líkt og sjá má í umfjölluninni hér að neðan.

Ósk um betri kynningu

https://eyjar.net/haett-vid-hafnarkant-vid-longu/

Nýjustu fréttir

„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.