Mikið hefur verið rætt og ritað um minnisvarða og mannvirki á Eldfelli. Ekki líst öllum á að setja þar upp stiga og lýsingu og öllu því sem það fylgir.
Í kjölfar viðtals við Margréti Rós Ingólfsdóttur, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks hér á Eyjar.net um fyrirhugaðan minnisvarða hafa nokkrir bæjarbúar sett sig í samband við undirritaðan vegna málsins, enda mörgum í mun að eigi á annað borð að fara í slíka framkvæmd að vel verði að verki staðið.
Ein af hugmyndunum sem send var til mín er göngustígur í Hollandi. Sendandinn sagðist oft velta fyrir sér hvers vegna götur og stígar séu hafðar svona ljótar. Kannski er þessi fyrirhugaði stígur ekkert líkur því sem við höfum séð sem stíg eins og þessi í Holllandi.
Annar sendi myndir af Saxhóli á Snæfellsnesi, þar sem stígur fellur vel inn í umhverfið. Sá spurði hvort það sé ekki umhverfisvænna að setja upp slíkan stiga alla leið að neðan. Stiga sem fellur vel inn í umhverfið í stað þess að traðkað sé endalaust á svæðinu. Þarna er mjög vel að verki staðið og uppgangan auðfarin. Einnig er mynd af því hvernig gengið er frá göngustígum á sunnanverðu Snæfellsnesi.
Vissulega góðar ábendingar og ljóst að mörgum er umhugað um svæðið. Hitt er svo að beint fyrir neðan stóra minnisvarðann (sjálft Eldfell) erum við með hið glæsilega safn Eldheima. Þar fyrir utan mætti nýta svæði í minnisvarða og gera að honum fallegan göngustíg, hugsanlega í anda þess í Hollandi, líkt og þú sért að ganga á glóandi hrauni í átt að minnisvarðanum.
Lykilatriðið er samt þetta: Skipulagsmál eru oft á tíðum viðkvæm mál og því mikilvægt að vinna þau vel og jafnframt að kynna þau vel fyrir bæjarbúum. Þar eru ásýndarmyndir og þrívíddarteikningar nauðsynlegar.
Tryggvi Már Sæmundsson
Höfundur er ritstjóri Eyjar.net.
https://eyjar.net/minnisvardinn-a-eldfelli-mikid-mannvirki/




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.