Mjaldrarnir Little White og Little Grey eru lagðir af stað til Íslands. Cargolux-flutningavél sem flytur mjaldrana fór í loftið frá flugvellinum í Sjanghaí um miðja nótt að íslenskum tíma. Áætlað er að flugvélin muni lenda á Keflavíkurflugvelli um klukkan 14 í dag eða rúmlega fimm klukkustundum síðar en áætlað var, Guðbjartur Ellertsson framkvæmdastjóri Herjólfs ohf sagði að þeir muni stilla sig af eftir þeirra áætlun.
„Við bregðumst við seikuninni og stillum okkur af. Þeir eru að fara lenda um klukkan 14 í dag og þá reiknum við með að geta áætlað hvenær þeir koma til okkar, við erum í góðu sambandi við flutningsaðila og hliðrum til okkar plönum eftir þeirra plani,“ sagði Guðbjartur í samtali við Eyjafréttir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst