Samkvæmt flightradar eru mjaldrarnir Litla-Hvít og Litla-Grá lentar í Keflavík og er líðan þeirra beggja stöðug þrátt fyrir nokkurra tíma seinkun á komu þeirra.
Ferðalagið er þeim strembið en aðstandendur verkefnisins eru bjartsýnir um að mjaldrarnir komist til Vestmannaeyja heilir á húfi. „Við höfum beðið full eftirvæntingar eftir mjöldrunum svo seinkunin tekur auðvitað á taugarnar okkar, sem og mjaldranna. Þetta þýðir að þeir þurfi að vera í umhverfi sem er þeim framandi enn lengur og það er auðvitað áhyggjuefni en umönnunaraðilar í vélinni hafa sagt okkur að líðan þeirra sé góð,“ sagði Cathy Williamson frá Whale and Dolphin Conservation í samtali við mbl.is, þar sem aðstandendur verkefnisins og fjölmiðlar bíða í óðaönn eftir mjöldrunum.
Núna tekur við keyrsla til Landeyjahafnar en flutningbílinn sem flytur systurnar þarf að stoppa allavega tvisvar á leiðinni. Systurnar ættu því, ef allt gengur samkvæmt áætlun að vera koma til Vestmananeyja um kvöldmatarleitið í kvöld.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst