Minning: Jóhann Bjarnason
23. apríl, 2024
Untitled (1000 x 667 px) (4)

Jóhann Bjarnason, 56 módel minning.

Jói Bjarna talaði hátt. Hann var hávær, sló um sig og hló mikið og brosti, pírði augun í dökkri umgjörðinni. Hann var aðlaðandi maður, brosmildur, svarthærður og dökkur. Við urðum nágrannar sjö ára gamlir, Jói bjó á Heimagötu 30, ég á Grænuhlíð 18, bekkjafélagar og vinir. Við erum hluti af 56 módelinu sem er samanhnýttur vináttu- og kærleiksvafningur okkar fermingasystkina.

Gosið kramdi ekki bara hús í klessu heldur tætti í sundur æskufélaga og vini svo árum og áratugum skipti. Á þeim tíma lét Jói drauma sína um farmennsku rætast og hann sást ekki lengi. Hann var horfinn á sjóinn, þurfti ekki lengur að standa á trékassa við stýrið, eins og Einar skiptó setti undir hann svo peyinn sæi á kompásinn og út um stýrishúsgluggann á Lóðsinum. Jói Bjarna hélt um stýrið um heimsins höf, var á varðskipum og Herjólfi og sigldi stoltur með sitt fólk milli lands og Eyja. Tók á móti okkur við skipshlið og bauð alla velkomna um borð með sitt smitandi og innilega fas, bjartasta stýrimannsbrosið. Það sló birtu á Kleifarnar og skugga á sandinn í Löngu þegar hann stóð á Básaskeri. En lífið var eins og sjórinn, það var ekki alltaf blíða. Hann skall fyrirvaralaust á með suðaustan skít en það var aldrei svo slæmt að hann dytti ekki í dúnalögn, eða bullandi lens með nýju lífi. Þannig steig hann ölduna í lífsins sjó meðan stætt var. Við ræddum lífið á Landspítalanum, ég talaði, hann hlustaði, röddin sterka var brostin og ég þakkaði honum og Guði fyrir vináttu okkar. Hún var gengheil til síðustu stundar, reist á væntumþykju og virðingu.

Þegar við vorum peyjar var Jói mikið hjá Freymóði bæjarfógeta á Tindarstól. Fógetinn talaði mjög hátt og þá gerði Jói það líka. Þegar ég var með að hitta yfirvaldið þá töluðu þeir saman eins og þeir væru í vélarrúmi á fiskibát, mjög hátt en það var engin vél í gangi í íbúð bæjarfógetans. Þeir veittu hvor öðrum gleði og þá láta menn í sér heyra. Jói var fæddur gamall, talaði mál fullorðinna og auðgaði mannlífið. Hann talaði sífellt um báta og skip. Bað mig oft að teikna myndir af bátum og skipum fyrir sig þegar við vorum í Barnaskólanum, oftast vildi hann nýja mynd af Lóðsinum. Þegar við peyjarnir vorum að safna leikarmyndum safnaði Jói báta og skipamyndum. Hann var sex ára þegar hann, fór að klippa báta- og skipamyndir úr dagblöðum, sem hann safnaði og átti til dauðadags. Hann átti allar bátamyndir frá Westminster, útgefnar 1928 til 1935. Líka Sólarfilmusafnið,192 tölusettar myndir. Hann var alæta á fréttir og fréttatengda þætti. Sat yfir slíku efni tímunum saman. Hafði skoðanir og þær heyrðust vel þegar hann rökfastur pírði augun og brosti af vitleysunni sem hann heyrði. Þá var oft látið vaða á súðum, en heilsan bilaði og lífsskipið var bundið við bryggju. Jói Bjarna bað um kastlínuna, hann var komin í Friðarhöfn og vildi leggjast utan á Lóðsinn. Þar stóð við stýrið lítill peyi á trékassa og bauð hann velkominn Heim. Þeir sigldu þöndum seglum með himinskautum þar til slökknaði á siglingasljósunum og Jói Bjarna kastaði akkerinu í síðasta sinn.

 

Ásmundur Friðriksson 56, vinur.

 

Æviágrip.

Jóhann Bjarnason fæddist í Vestmannaeyjum 14. október 1956. Hann lést á líknardeild Landspítalans 6. apríl 2024. Hann var sonur hjónanna Bjarna Helgasonar, f. 26. júlí 1927, d. 10. febrúar 2013, og Helgu Sigríðar Sigurðardóttur, f. 10. nóvember 1929, d. 14. apríl 2022. Jóhann átti einn bróður, Guðmund Bjarnason, f. 7. júní 1962, d. 4. apríl 1963. Jóhann var giftur Björk Högnadóttur, f. 16. mars 1958, en þau skildu. Þau eignuðust saman tvö börn, þau eru: Helga Diljá Jóhannsdóttir, f. 28. júlí 1984, og Bjarni Jóhannsson, f. 3. júní 1982, giftur Lindu Björk Ólafsdóttur, f. 26. maí 1987, börn þeirra eru Fanney María, f. 4. desember 2011, og Benedikt Jón, f. 17. apríl 2015. Önnur sambýliskona Jóhanns var Anna María Agnarsdóttir, f. 4. maí 1963. Leiðir þeirra skildu. Þau eignuðust saman tvíbura: Gunnar Bjarki, f. 7. desember 1994, sambýliskona hans er Sædís Birna Sæmundsdóttir, f. 21. janúar 1995, og saman eiga þau soninn Hinrik Óla, f. 24. febrúar 2024. Kristinn Ómar, f. 7. desember 1994, giftur Söndru Ólafsdóttur, f. 2. júlí 1992, og saman eiga þau soninn Bjart Mána, f. 18. mars 2022. Þriðja sambýliskona Jóhanns var Inga Davíðsdóttir, f. 17. febrúar 1959, d. 26. október 2009. Saman áttu þau dótturina Helgu Rún, f. 27. desember 2001. Jóhann gekk í skóla í Vestmannaeyjum en að grunnskólagöngu lokinni réði hann sig til Landhelgisgæslunnar 16 ára gamall sem messagutti en síðar átti hann eftir að starfa hjá gæslunni sem háseti. Hann stundaði nám við Stýrimannaskólann og lauk þaðan 3. stigi árið 1979.

Á starfsævi sinni starfaði hann sem stýrimaður hjá Eimskip, Samskipum og Herjólfi. Jóhann bjó meirihluta ævi sinnar á höfuðborgarsvæðinu en tilfinningar hans til Vestmannaeyja voru alltaf sterkar. Hann hafði alla tíð mikinn áhuga á skipaflota landsins og þá sérstaklega skipaflota Landhelgisgæslunnar. Sem gutti hélt hann ítarlegar skipaskrár og tók daglegar gönguferðir um höfnina eftir skóla í Vestmannaeyjum, á síðari árum breyttust þessar ferðir í hafnarrúnta um hafnir höfuðborgarsvæðisins.

Útför Jó­hanns fer fram frá Linda­kirkju í dag, 23. apríl 2024, kl. 13.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst