Í starfsnám hjá Laxey
laxey_nemar_cr
Róbert Aron og Helga Stella með Anne K Bruun Olesen. Ljósmynd/laxey.is

Fyrstu nemarnir eru komnir til Laxeyjar í starfsnám. Róbert Aron og Helga Stella eru í fiskeldisfræði við Háskólann á Hólum og eru núna komin í Laxey þar  sem þau verða í starfsnámi í sumar. Þau eru bæði Vestmannaeyingar.

Í frétt á facebook-síðu Laxeyjar segir að það sé ánægjulegt að ungt fólk sjái fiskeldisfræði sem mögulegt nám fyrir framtíðina og hafi þann kost að vinna við slíkt í sinni heimabyggð.

Með þeim á myndinni er Anne K Bruun Olesen sem er aðstoðar-stöðvarstjóri seiðaeldis. Hún mun – auk annara – vera þeim innan handar í starfsnáminu.

Fyrir þá sem vilja fræðast frekar um fiskeldisfræði þá mælir Laxey með því að kíkja á heimasíðu Háskólans á Hólum.

Nýjustu fréttir

Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Fréttapýramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.