Leik ÍBV og HK/Víkings í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta hefur verið frestað vegna veðurs. Leikurinn átti að fara fram kl. 14 í dag í Vestmannaeyjum.
Gul viðvörun er á Suðurlandi og spáð miklu roki og rigningu. Einar Guðnason, yfirþjálfari hjá Víkingi, staðfesti á Twitter í dag að lið HK/Víking hafi verið komið framhjá Selfossi þegar fréttir af frestuninni bárust.
Ekki hefur verið staðfestur nýr leiktími, en leikurinn er afar mikilvægur í fallbaráttunni enda HK/Víkingur með sjö stig í neðsta sæti og ÍBV í áttunda sæti með tólf stig.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst