Í dag verður íbúafundur um fyrirhugaða uppbyggingu á malarvellinum í Löngulág. Á dögunum var auglýst tillaga á vinnslustigi að breytingu aðalskipulags Vestmannaeyja 2015-2035 og nýtt deiliskipulag fyrir íbúðabyggð og leikskóla við Malarvöll.
Tillagan gerir ráð fyrir allt að 110 íbúðum í blandaðri byggð einbýlishúsa, raðhúsa, lítilla fjölbýla og stærri fjölbýlishúsa með lyftu. Gert er ráð fyrir bílakjallara fyrir raðhús og fjölbýli. Grænt svæði við Löngulág er varðveitt og hugað er að skjólgóðum og sólríkum dvalarsvæðum í byggðinni. Deiliskipulagið gerir einnig ráð fyrir 6-10 deilda leikskóla sem mögulegt er að byggja upp í áföngum.
Íbúafundurinn er eins og áður segir í dag, þriðjudaginn 11. júní klukkan 17:30 í Ráðhúsi Vestmannaeyja við Kirkjuveg 50.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst