Gullberg á síldveiðar
default
Gullberg VE á siglingu. Ljósmynd/ Þorgeir Baldursson

Makrílveiðar hófust hjá Vinnslustöðinni í byrjun júlí mánaðar. Sagt er frá því á vef Vinnslustöðvarinnar að ágætlega hafi litið út með veiðarnar til að byrja með og fékkst á tímabili ágætur afli í íslenskri lögsögu. Makrílveiðin hefur hins vegar verið mjög erfið nú í ágúst og ekkert hefur veiðst núna dögum saman, þrátt fyrir mikla leit.

Jafnframt segir að Huginn og Sighvatur Bjarnason séu á miðunum að leita að makríl en Gullberg fer núna í að taka einn skammt af síld. Staðan hjá VSV í makríl er þannig núna að búið er að veiða um 9.400 tonn og eru þá um 5.700 tonn eftir af kvótanum.

Nýjustu fréttir

Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.