Telja tafirnar óásættanlegar
6. september, 2024
20220306_154436 1
Rauðagerðislóðin við Boðaslóð. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Bæjarráð Vestmannaeyja tók fyrir þær miklu tafir sem orðnar eru á framkvæmdum á svokallaðri Rauðagerðislóð á Boðaslóð, en ekkert hefur verið framkvæmt þar síðan lóðinni var úthlutað. Forsaga málsins er sú að bæjarráð samþykkti í byrjun mars árið 2022 að ganga til samninga við Steina og Olla ehf. um uppbyggingu á reitnum að undangegnu tilboðs- og hugmyndaferli.  Tvö tilboð bárust bæjaryfirvöldum.

Fram kemur í nýjustu fundargerð bæjarráðs að ráðið hafi óskað eftir upplýsingum frá umhverfis- og framkvæmdasviði vegna stöðu uppbyggingar á Boðaslóð 8-10, Rauðagerðislóð þar sem tímalína um skipulagsmál og framkvæmdir, sem fylgdi samningi um sölu lóðarinnar, hefur ekki staðist.

Samkvæmt tímalínu í samningi áttu steypuvinna og byggingarframkvæmdir á lóðinni að hefjast í byrjun þessa árs og hafa því orðið miklar tafir á uppbyggingu á byggingarreitnum. Endanleg tillaga að deiliskipulagi frá kaupanda liggur ekki enn fyrir.

Fram kemur í niðurstöðu ráðsins að bæjarráð telji tafirnar óásættanlegar enda hafi engar formlegar skýringar borist. Bæjarráð fól skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa að kalla eftir skriflegri greinargerð frá kaupendum, eins og getið er til um í samningi, sem verður í framhaldi lögð fyrir umhverfis- og skipulagsráð.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst