Fyrsti áfangi viðbyggingar við íþróttamiðstöðina er að fara af stað, en nýbyggingin mun hýsa búningsklefa. Vestmannaeyjabær óskaði nýverið eftir verðtilboðum í jarðvinnu og lagnir fyrir bygginguna. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs.
Þar kemur fram að tvö tilboð bárust í verkið. Gröfuþjónustan Brinks bauð 43.871.000 kr. og HS Vélaverk bauð 49.164.690 kr. í verkið. Ráðið samþykkti að ganga til samninga við Gröfuþjónustu Brinks og fól ráðið framkvæmdastjóra framgang málsins. Ekki kemur fram í fundargerð upp á hvað kostnaðaráætlun hljóðaði.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst