Bíða af sér veðrið
5. desember, 2024
20221101 121730
Vestmannaey VE við bryggju.

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landar nánast fullfermi í Neskaupstað í dag. Heimasíða Síldarvinnslunnar sló á þráðinn til Birgis Þórs Sverrissonar skipstjóra og spurði hvernig hefði gengið í veiðiferðinni.

„Þetta gekk þokkalega en við vorum tæplega þrjá sólarhringa að veiðum. Aflinn skiptist nánast til helminga, þorskur og ýsa. Við vorum allan tímann á Gerpisflaki og Skrúðsgrunni. Við höfðum Austfjarðamið útaf fyrir okkur ásamt Ljósafellinu en flest skip eru nú að veiðum fyrir vestan land. Veðrið í túrnum var heldur rysjótt en þó fengum við gott veður í gær. Nú er hins vegar komið vitlaust veður. Að löndun lokinni munum við bíða veðrið af okkur. Við sjáum til hvernig viðrar í kvöld,” segir Birgir Þór.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst