12,5 milljónir til 11 landsbyggðarmiðla
10. desember, 2024
Copy of Fréttamynd - Copy (1)
Ljósmynd/Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum til einkarekinna, staðbundinna fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins.

Í tilkynningu frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu segir að markmið með styrkveitingunum sé að efla starfsemi staðbundinna fjölmiðla á landsbyggðinni en þeir gegna mikilvægu hlutverki við að tryggja aðgengi almennings að upplýsingum um menningar- og samfélagsmál og styðja með þeim hætti við lýðræðisþátttöku og menningarstarf.

Auglýst var eftir umsóknum um styrki til staðbundinna fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins  28. október sl. með umsóknarfresti til miðnættis 18. nóvember. Alls bárust 11 umsóknir og voru 12,5 m. kr. til úthlutunar, 10 m. kr. frá menningar- og viðskiptaráðuneyti og 2,5 m. kr. frá innviðaráðuneyti. Allar umsóknir uppfylltu skilyrði reglna nr. 1146/2024 um styrkveitingar til staðbundinna fjölmiðla og hljóta eftirfarandi fjölmiðlaveitur styrk, hver að upphæð 1.136.363 m. kr.

•          Akureyri.net, útgefandi Eigin herra ehf.

•          Eyjafréttir og Eyjafrettir.is, útgefandi Eyjasýn ehf.

•          Kaffid.is, útgefandi Kaffið fjölmiðill ehf.

•          Tígull og Tigull.is, útgefandi Leturstofan Vestmannaeyjum ehf.

•          Feykir og Feykir.is, útgefandi Nýprent ehf.

•          Skessuhorn og Skessuhorn.is, útgefandi Skessuhorn ehf.

•          Norðurslóð, útgefandi Spássía ehf.

•          Bæjarblaðið Jökull, útgefandi Steinprent ehf.

•          Austurglugginn og Austurfrett.is, útgefandi Útgáfufélag Austurlands ehf.

•          Vikublaðið, Dagskráin og Vikubladid.is, útgefandi Útgáfufélagið ehf.

•          Víkurfréttir og Vf.is, útgefandi Víkurfréttir ehf.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst