Það er margt spennandi framundan hjá Visku þessa dagana. Meðal þess sem er á döfinni er salsanámskeið undir leiðsögn Ernu Sifjar Sveinsdóttur ásamt leikfangaheklu námskeiði hjá Emmu Bjarnadóttur. Salsanámskeiðið verður haldið í febrúar og fer fram alla miðvikudaga og sunnudaga. Haldin verða tvö heklunámskeið, annars vegar í febrúar og hins vegar í mars. Febrúarnámskeiðið er nú þegar orðið fullt en laust er á námskeiðið í mars.
Erna Sif segir salsanámskeiðið vera hugsað fyrir alla, bæði byrjendur og lengra komna. Námskeiðið er einstaklingsnámskeið, en auðvitað mega pör mæta bætir hún við. Erna Sif hvetur fólk til að skrá sig og njóta þess að dansa við skemmtilega tónlist í góðum félagsskap. Aðspurð hvernær áhuginn á dansi kviknaði segist hún í raun hafa dansað síðan að hún man eftir sér og segir að það sé í raun takturinn, tónlistin og dansinn sem veiti henni ánægjuna. Erna Sif keppti hér áður í Freestyle keppni Tónabæjar með góðum árangri. Hún varð íslandsmeistari í greininni 12 ára gömul og það kveikti enn meira áhuga og ástríðu fyrir dansinum.
Á heklunámskeiðinu hjá Emmu Bjarnadóttur verður áhersla lögð á að búa til handgerð leikföng. Þátttakendur þurfa ekki að hafa reynslu af hekli til að taka þátt. Emma mun fara í grunnatriðin í hekli en hvetur nemendur samt sem áður til að kynna sér grunninn, til dæmis með því að horfa á kennslumyndbönd eða fá hjálp frá ,,hekl-vinkonu“, það mun auðvelda nemendum að fá sem mest út úr námskeiðinu. Allt efni verður til sölu á staðnum, þannig að þátttakendur þurfa ekki að koma með neitt með sér.
Aðspurð hvað hafi orðið til þess að hún byrjaði að hekla segir Emma að síðasta sumar hafi henni vantaði áhugamál sem myndi hvetja hana til að setjast niður og hætta að keyra endalaust áfram. Hún fékk þá flugu í hausinn að prófa að hekla teiknimyndapersónuna Stitch, en segir hann hafi kannski ekki endað alveg eins og persónan, en hún hafi náð að klára verkefnið og var mjög ánægð með sig eftir það. Síðan hélt hún ótrauð áfram og hefur ekki stoppað síðan þá að framleiða fleiri fíkúrur.
Áhugasamir eru hvattir til að tryggja sér pláss á heimasíðu Visku.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.