Segja forsendur samninga kunni að bresta
ef kynntar fyrirætlanir ríkisstjórnar ganga eftir, segir í yfirlýsingu stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Landad St IMG 0272
Landað í Eyjum. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Stjórn SFS lýsir áhyggjum af rekstrarskilyrðum í sjávarútvegi og fyrirætlunum stjórnvalda um verulegar breytingar er lúta að atvinnugreininni. Aukning strandveiða, hækkun veiðigjalds, hækkun kolefnisgjalds og frekari takmarkanir á eignarhaldi þyngja verulega róðurinn. Sjávarútvegur keppir á útivelli í erfiðri alþjóðlegri samkeppni, við ríkisstyrktan sjávarútveg annarra þjóða, og hefur þar enga stöðu til þess að velta kostnaðarhækkunum heima fyrir út í verð afurða. Fram hjá þessari stöðu má ekki horfa.

Þrátt fyrir áherslu í orði á aukna verðmætasköpun lykilatvinnuvega í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar virðast fáar aðgerðir eða hugmyndir liggja þar að baki. Með því að vega að samkeppnishæfni atvinnugreinar sem leggur þung lóð á vogarskálar hagvaxtar og góðra lífskjara hér á landi er leiðin vörðuð að minni ávinningi samfélagsins af nýtingu sjávarauðlindarinnar.

Það er í þessu samhengi umhugsunarefni að langtímakjarasamningar hafa verið gerðir við bæði sjómenn og landverkafólk, í krafti þess að aukin verðmætasköpun og framleiðni geti staðið undir skuldbindingum samninganna. Þær forsendur kunna að bresta ef kynntar fyrirætlanir ríkisstjórnar ganga eftir, segir í yfirlýsingu stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Nýjustu fréttir

Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.