Í kvöld hefst úrslitakeppni Olís deildar kvenna. ÍBV mætir þar Haukum og fer fyrsti leikurinn fram að Ásvöllum. Handknattleiksdeild ÍBV og Víking Tours eru með rútuferðir og býður Herjólfur fríar ferðir fyrir stuðningsmenn sem að fara með rútunni. Rútan fer svo frá Landeyjum í Smáralind og svo á Ásvelli, segir í tilkynningu á facebook-síðu handknattleiksdeildar ÍBV.
Flautað verður til leiks klukkan 19.30 og verður leikurinn í beinni hjá Sjónvarpi Símans.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst