Þjóðvegurinn fær ekki forgang
1. júlí, 2025
Farþegar Herjólfs gætu þurft að bíða eftir að skemmtiferðaskipin séu tekin inn til hafnar þar sem Herjólfur nýtur ekki forgangs. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja í gær var tekið fyrir erindi frá framkvæmdastjóra Herjólfs fyrir hönd stjórnar Herjólfs ohf. þar sem farið er fram á að Herjólfur njóti forgangs í siglingum um Vestmannaeyjahöfn.

Fram kemur í bréfinu að það sé hagur bæjarbúa og annarra farþega að hægt sé að treysta því að skipið haldi áætlun og komu- og brottfarartímar standist. Áhöfn og starfsfólk Herjólfs ohf. eru meðvituð um þá ábyrgð og leggja sig í hvívetna fram um að halda áætlun – og gengur það að mestu leyti vel.

Það sem hefur þó ítrekað tafið ferðir Herjólfs, eru aðstæður í Vestmannaeyjahöfn; þegar verið er að taka inn skip eða fara með þau út nákvæmlega á þeim tíma sem Herjólfur er að sigla inn eða út úr höfninni.  Þetta eru óþarfa tafir sem brýnt er að koma í lag sem allra fyrst.

Í niðurlagi erindisins er farið fram á að sú regla verði tekin upp að Herjólfur njóti forgangs í siglingum um Vestmannaeyjahöfn sem þýðir að skip sem þurfa þjónustu hafnsögumanna verði ekki í siglingum innan hafnar á þeim tíma þegar gert er ráð fyrir að Herjólfur sigli inn eða út samkvæmt áætlun skipsins.

Vísuðu erindinu frá

Ráðið vísaði erindi stjórnar Herjólfs frá og bendir á 4. gr hafnarreglugerðar Vestmannaeyjahafnar þar sem hafnarstjóri fer með daglega stjórn hafnarinnar og sér um að gætt sé regla á öllu hafnarsvæðinu. Hins vegar ítrekar ráðið mikilvægi þess að Herjólfur verði fyrir eins litlum töfum og hægt er.

Geti ekki talist góð og eðlileg stjórnsýsla

Sæunn Magnúsdóttir annar fulltrúi Sjálfstæðisflokksins vék af fundi við afgreiðslu málsins, en hún situr einnig í stjórn Herjólfs. Í bókun frá Hannesi Kristni Sigurðssyni hinum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í ráðinu segir að hann telji meðferð málsins á fyrstu stigum ábótavant enda svaraði hafnarstjóri erindinu með bréfi dagsettu 27. júní sl. án þess að það kæmi fyrir framkvæmda- og hafnarráð, þrátt fyrir að erindinu hefði verið beint til ráðsins, og þurftu bæði varaformaður framkæmda- og hafnarráðs og framkvæmdastjóri Herjólfs að ganga á eftir því að erindið fengi að fara fyrir ráðið. Slík vinnubrögð geta ekki talist góð og eðlileg stjórnsýsla. Hvað varðar erindi stjórnar Herjólfs ohf. um að Herjólfur njóti forgangs í Vestmannaeyjahöfn þá telur fulltrúi D lista það eiga að vera auðsótt mál að veita eina aðilanum er sinnir almenningssamgöngum til og frá Vestmannaeyjum forgang í höfninni á fyrirfram ákveðnum tímum, þ.e. siglingaáætlun skipsins, enda slíkt alþekkt t.d. á alþjóðaflugvöllum þar sem flugfélög með fasta áætlun njóta forgangs á fyrirfram ákveðnum tímum.

Ekki óeðlilegt að hafnarstjóri svari erindinu

Í bókun Arnars Richardssonar, Helgu Jóhönnu Harðardóttur og Erlings Guðbjörnssonar fulltrúa E og H lista segir að það sé ekki óeðlilegt að hafnarstjóri svari erindi er varða daglegan rekstur og störf hafnarinnar og upplýsi ráðið. Við vísum í fyrri bókun og erum öll sammála um að Herjólfur verði fyrir sem minnstum töfum.

Tefjist eigi meira en um 7 mínútur að hámarki tvisvar í viku yfir sumarið

Í svari Dóru Bjarkar Gunnarsdóttur, hafnarstjóra til Herjólfs ohf. segir m.a. að eftir að hafa farið yfir málið sé henni ekki kleift að veita Herjólfi forgang í höfninni. Hún bendir á að erfitt sé að samræma aðra skipaumferð í kringum ferðir ferjunnar. Hún segist hafa farið þess á leit við hafnsögumenn um að þeir taki tillit til ferða ferjunnar þannig að áætlun hennar tefjist eigi meira en um 7 mínútur að hámarki tvisvar í viku yfir sumarmánuðina og að hámarki einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina.

Enn fremur segir að stefnt sé á að bakka inn 14 skemmtiferðaskipum það sem eftir er sumars og tekur það allt að 50 mínútur frá klettsnefi. Í niðurlagi bréfs hafnarstjórans segir að áfram muni verða leitast við að samræma umferð eins vel og kostur sé.

Vel þekkt að almenningssamgöngur njóti forgangs á aðra umferð

Ólafur Jóhann Borgþórsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir í samtali við Eyjafréttir að það sé oft mikill traffík innan hafnar. „Ég tala nú ekki um með fjölgun skemmtiferðaskipanna, sem er hið besta mál og gaman að fá allan þennan fjölda gesta í bæinn. En það tekur oft langan tíma að koma þessum skipum að bryggju sem hefur orðið til þess að Herjólfi seinkar um allt að fimmtán mínútur, sem er ekki gott bæði vegna þess að við erum í mjög stífri áæltun sérstaklega í júlí og þá munar okkur um hverja mínútu til þess að geta haldið áætlun. Þess vegna fórum við fram á að Herjólfur fái forgang, en það er svo sem vel þekkt hér á landi og annars staðar að almenningssamgöngur njóta forgangs á aðra umferð, eins og til dæmis strætóakreinar í Reykjavík eru til vitnis um. Þess vegna finnst mér miður að það skuli ekki vera hægt að gera slíkt hér í Eyjum, þannig að farþegar geti treyst á áætlun Herjólfs,” sagði Ólafur Jóhann sem bætir við að hann viti að allir sem að málinu komi vilji að þessir hlutir gangi sem best fyrir sig og segir að von sé á nýju bréfi um hugmyndir að breyttu verklagi.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 5 Tbl EF
5. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.