Nú er verið að leggja tvo 66 kV sæstrengi til Vestmannaeyja sem mun stórauka orkuöryggi og rafmagnsafhendingu til Vestmannaeyja. Framkvæmdir eru hafnar á Eldfellshrauni, en leggja þarf strengina í spennustöð við FES en nokkuð flókið var að finna lagnaleið fyrir strengina. Landtaka við Vestmannaeyjar er afar erfið vegna nokkurskonar klettabeltis sem liggur við ströndina.
Ekki er gott að leggja strengina inn innsiglinguna vegna starfsemi og framkvæmda sem þar kunna að vera. Þá mega strengirnir ekki liggja undir vegi vegna hitaleiðni og auk þess þarf að vera nokkurt bil á milli þeirra. Það eru svo nú þegar strengir beggja vegna við Skansveg, samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst