Ísfisktogarinn Bergey VE landaði fullfermi sl. laugardag í Grindavík og aftur á þriðudag í Vestmannaeyjum. Frá þessu er greint á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Jón Valgeirsson skipstjóri var mjög sáttur við fiskiríið.
„Aflinn var tekinn á Pétursey í báðum túrunum og í þeim báðum tók einungis um einn og hálfan sólarhring að fylla skipið. Þarna var hörkuveiði. Aflinn var mest ýsa og síðan ufsi og einhver þorskur með. Þetta var úrvalsblanda fyrir okkur þannig að ég held að menn séu bara vel sáttir. Það er gott að hvíla þorskinn dálítið. Í báðum túrum var fínasta veður eða veður eins og það á að vera að sumri til. Við getum ekki verið annað en ánægðir með veiðina í þessum túrum og maður vonar innilega að framhald verði á þessu,” sagði Jón. Bergey hélt á ný til veiða í morgun.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst