„Ráðist var á lögreglumann á sextugsaldri á Goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum á aðfaranótt sunnudags. Árásin var alvarleg að sögn yfirlögregluþjóns og var maðurinn fluttur á sjúkrahús,“ segir á visir.is. Haft er eftir Stefáni Jónssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum að til skoðunar sé hvort árásin hafi beinst að lögreglumanninum vegna starfa hans hjá lögreglunni.
Líðan lögreglumannsins, sem er á sextugsaldri liggur ekki fyrir en ljóst er að árásin var sérstaklega harkaleg. Ráðist var á hann á þegar hátíðin stóð sem hæst á Vigtartorgi.
Málið er rannsakað af héraðssaksóknara en lögreglan viðar að sér gögnum, leitar að vitnum og skoðar myndefni úr öryggismyndavélum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst