Sögusetrið 1627 í Vestmannaeyjum mun að venju í júlímánuði bjóða upp á dagskrá sem tengist Tyrkjaráninu 1627. Á þessu ári eru liðin 398 ár frá því að ræningjar frá Alsír komu hingað til Vestmannaeyja þar sem þeir rændu, rupluðu, drápu 36 íbúa og tóku 242 manneskjur með sér á þrælamarkaði í Alsír. Þessir atburðir mörkuðu djúp spor í sögu Vestmannaeyja og því er full ástæða til að minnast þeirra og miðla milli kynslóða Eyjamanna.
Nú í ár minnist Sögusetrið atburðanna með dagskrá laugardaginn 12. júlí kl. 14 í Safnahúsinu.
Dagskráin í Safnahúsinu verður þannig:
Sögusetrið hvetur Vestmannaeyinga og gesti og taka þannig þátt í að minnast þeirra atburða sem gerðust sumarið 1627. Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis.
Ragnar Óskarsson formaður Sögusetursins 1627
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst