Bæjarstjórn Vestmannaeyja tók ákvörðun á fundi sínum þann 2. júlí sl. að skipa þriggja manna starfshóp samkvæmt tilnefningum frá öllum listum sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn.
Verkefni hópsins verður að endurskoða fyrirkomulag fagráða og greiðslufyrirkomulag fyrir setu í þeim. Einnig að fara yfir reynslu af þeim breytingum sem komu inn i bæjarmálasamþykkt 2020 og varða fullnaðarafgreiðslu mála. Tilnefndar eru Margrét Rós Ingólfsdóttir fyrir D lista, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir fyrir H lista og Helga Jóhanna Harðardóttir fyrir E lista. Starfsmaður sem starfar með hópnum verður Drífa Gunnarsdóttir.
Fram kemur í afgreiðslu bæjarráðs að ráðið samþykki samhljóða að skipa tilnefnda aðila í starfshópinn og felur framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að útbúa erindisbréf um hlutverk og verkefni starfshópsins samkvæmt tillögunni og þeim áherslum sem fram komu á fundinum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst