Nýbygging við Hamarsskóla tilbúin haustið 2022
28. nóvember, 2019

Nýbygging við Hamarsskóla var til umræðu á fundi fræðsluráðs í gær þar gerði Ólafur Þór Snorrason grein fyrir drögum að hugsanlegri tímalínu verkefnisins.

Skipa faghóp
Í niðurstöð málsins þakkar fræðsluráð framkvæmdastjórum fjölskyldu- og fræðslusviðs og umhverfis- og framkvæmdasviðs fyrir. Ráðið samþykkir drög að tímalínu og leggur áherslu á að bygging verði tilbúin fyrir skólaárið 2022-2023. Ráðið skipar faghóp (þarfagreiningahóp) sem samanstendur af skólastjóra GRV, skólastjóra tónlistaskóla, aðstoðarskólastjóra Víkurinnar, fræðslufulltrúa, forstöðumanni frístundavers, húsverði Hamarsskóla, matráði Hamarsskóla, fulltrúa kennara GRV, fulltrúa tónlistarkennara auk framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar. Fræðsluráð leggur jafnframt til að bæjarstjórn skipi byggingarnefnd á fundi bæjarstjórnar þann 5. desember nk.

Gleðjast yfir metnaði
Fulltrúar sjálfstæðisflokksins bókuðu eftirfarandi við afgreiðsluna. “Það er gleðilegt að sú tillaga sem undirrituð báru upp í upphafi kjörtímabilsins sé nú að verða að veruleika. Undirrituð telja þá tímalínu sem liggur fyrir metnaðarfulla og bera þess merki að fara eigi af fullum krafti í þetta brýna verkefni. Við erum þess sannfærð að með samvinnu allra aðila sem koma að málinu mun þetta mikilvæga verkefni fá farsælan enda og verða til happs fyrir alla bæjarbúa.”

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.