Skólastjórar GRV: – Kveikjum neistann verkefni sem virkar -Lykil að bættu skólakerfi er að finna í Vestmannaeyjum – Byggir á traustum vísindum – Betri mælitæki og eftirfylgni – Lestur mikilvægur – Lesskilningur yfir 90 prósent – Hafa meiri trú á sér – Seigla og vilji til að gera vel
Nú eru tímamót þegar fjórði bekkur síðasta vetrar flyst úr Hamarsskóla yfir í Barnaskólann. Anna Rós segir að gaman hafi verið að vinna með krökkunum og þau séu góðir fulltrúar fyrir verkefnið, Kveikjum neistann. „Ég er mjög stolt af þessum árgangi sem er einstakur og skemmtilegt að fylgjast með þeim. Það merkja líka margir sem hafa kynnst þeim, finna gróskuhugarfarið sem er svo einkennandi. Hafa meiri trú á sér, seiglu og vilja til að gera vel. Hingað hefur komið fólk og unnið með þeim í öðrum verkefnum og segja þau einstök. Það er gaman að heyra. Eru tilbúin í allt, ánægð í skólanum og eiga fleiri vini. Ótrúlega flottir krakkar,“ segir Anna Rós.
„Við megum ekki gleyma áherslunni á hugarfar, að finna ástríðu hjá börnunum og þörfina fyrir hreyfingu. Þættir sem eru mjög mikilvægir ekki síður en lestur og stærðfræði. Það er mikilvægt að vinna markvisst með hugarfar allra á Íslandi og ekki síst barnanna sem nú eru að læra,“ segir Einar.
Hluti af úttekt Eyjafrétta í blaði dagsins þar sem kemur fram að verkefnið, Kveikjum neistann í Grunnskóla Vestmannaeyja leysir flest vandamál sem nú hrjá íslenska menntakerfið eins og kemur fram í þessum hluta af viðtali við skólastjórana Önnu Rós Hallgrímsdóttur og Einar Gunnarsson.
Sjá fimm síðna umfjöllun í Eyjafréttum í dag. Áskrifendur geta nálgast nýjasta blaðið hér. Hér má gerast áskrifandi að Eyjafréttum. Einnig er blaðið selt í lausasölu á Kletti og í Tvistinum.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.